fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Kristján og félagar djúpsteiktu selinn í Hornvík: „Selkjöt er rosalega gott djúpsteikt“

Ósáttir við umræðuna – Ekki drukknir – Gagnrýna ferðaskrifstofuna – Þekktur veiðimaður

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 7. júní 2016 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ótrúlegt að segja að við höfum verið blindfullir og vitlausir. Það gengur bara ekki upp.“ Þetta segir Kristján Vídalín Óskarsson, veiðimaður í samtali við DV. Hann var í gær ásamt tveimur félögum, sínum kærður til lögreglu í gær fyrir brot á reglum um friðland í Hornvík á Hornströndum. Kristján er mjög ósáttur og er ofboðið eftir umræðuna um málið undanfarinn sólarhring. Finnst honum og félögum hans hart að sér vegið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum.

Líkt og fram kemur í frétt DV um málið í gær voru Kristján og félagar hans á svæðinu í eina viku. Rúnar Karlsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækis á svæðinu, segir í viðtalinu að ófögur sjón hafi tekið á móti honum þegar hann kom í Hornvík á sunnudaginn. Ferðaþjónustufyrirtækið Strandferðir fordæmdi framferða Kristjáns og félaga. Þá blöskrar Jóni Smára Jónssyni umsjónarmanni friðlandsins hvernig gengið var um landið. Haft var eftir Rúnari Karlssyni í DV sem kom að mönnunum í gær:

„Í neyðarskýlinu hafði hópur manna komið sér fyrir í leyfisleysi með byssur, háfa, net og veiðistangir og stundað ólöglegar veiðar á öllu sem hreyfist.“

Rúnar greinir sömuleiðis frá því að selshræ, dauðir mávar með skotsár og svartfuglsegg, ásamt opnum eldi með rusli og grilli á grónu landi hafi jafnframt verið við tjaldbúðir mannanna.

Segir draslið eftir ferðaskrifstofumenn

Í samtali við DV í morgun greinir Kristján frá því að þeir félagar hafi vissulega leitað í neyðarskýlið sökum veðurs en þar hafi allt verið fullt af drasli eftir ferðaskrifstofumenn. Hann segir að þeir beri því enga ábyrgð á umgengninni í neyðarskýlinu.

Aðspurður um það hvort reglurnar væru of strangar varðandi veiðar í friðlöndum svarar Kristján að hann sé með öll tilskilin leyfi og að þetta eigi eftir að koma betur í ljós við yfirheyrslu hjá lögreglunni.

Starfsmaður Borea adventure virðir fyrir sér aðkomuna í Hornvík / Þarna segir Kristján að selurinn hafi verið djúpsteiktur.
Starfsmaður Borea adventure virðir fyrir sér aðkomuna í Hornvík / Þarna segir Kristján að selurinn hafi verið djúpsteiktur.

Mynd: Rúnar Karlsson

Þekktur veiðimaður sem vildi opna safn

Kristján er nokkuð þekktur veiðimaður. Árið 2003 komst hann í fréttir ásamt Sigurði ísmanni fyrir að hafa fellt ísbjörn á Grænlandi. Þá vildi Kristján stofna villidýrasafn í Mosfellsbæ í samstarfi við sveitafélagið en hann hefur veitt erlendis í mörg ár og átti á þeim tíma meðal annars uppstoppaðan fíl, nashyrning, ljón, flóðhest og strút.

Í fréttatilkynningu frá árinu 2012 segir að reynt verði að vinna að umgjörð fyrir dýrin sem sýni þau á lifandi máta, í veiðihug eða á flótta.

Kristján segir að selurinn hafi verið felldur til matar / Þá hafi þeir leitað í skýlið vegna veðurs
Kristján segir að selurinn hafi verið felldur til matar / Þá hafi þeir leitað í skýlið vegna veðurs

Mynd: Rúnar Karlsson

Djúpsteiktu selinn

Kristján er æstur yfir umræðunni sem hann segir að mörgu leyti tilbúning fjölmiðla. Hann kveðst vera veiðimaður, allar veiðiferðir séu mismunandi og ítrekar að hann sé með öll tilskilin leyfi.

„Við vorum bara að týna egg og búið,“ segir Kristján en viðurkennir þó að þeir hafi hleypt af byssu og veitt sér sel til matar.

„Við skutum sel. En allt annað sem hefur komið fram er tóm þvæla. Við vorum bara að fá okkur selkjöt.“ Aðspurður hvort þeir hafi grillað selkjötið svarar Kristján að þeir hafi djúpsteikt kjötið, og telur að þeir hafi ekki verið í skálanum þegar þeir djúpsteiktu selinn. Líklegra sé að það hafi verið í tjaldinu áður en það fauk niður.

„Selur er mjög góður. Við djúpsteiktum hann. Selskjöt er rosalega gott djúpsteikt,“ segir Kristján að lokum og ítrekar að hann sé ósáttur við umræðuna og vilji ekki tjá sig frekar um málið. Sannleikurinn muni koma í ljós eftir að yfirvöld hafi kannað málið. Þá hefur annar maður sem var á staðnum sagt að hann vonist eftir kæru í málinu en neitar að tjá sig að öðru leyti um það sem gerðist í Hornvík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Jarðskjálftahrina í Sundhnúksgígaröðinni – Eldgos talið yfirvofandi

Jarðskjálftahrina í Sundhnúksgígaröðinni – Eldgos talið yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku
Fréttir
Í gær

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi