fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Bjarni hissa: „Það hefur ekkert breyst“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 23. maí 2016 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra lét hafa eftir sér á Sprengisandi á Bylgjunni að ekki liggi á að halda kosningar í haust þrátt fyrir orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannsson forsætisráðherra fyrr á árinu. Bjarni Benediktsson segir ekkert hafa breyst. Eyjan fjallaði um málið.

Sigmundur Davíð sagði meðal annars að bagalegt væri að fara í kosningar á sóknartímum.

„Það er rétt að þeir lýstu því yfir að þeir væru reiðubúnir til þess að ræða það að kosningar færu fram snemma, í haust. Ef að, og þeir létu það alltaf fylgja sögunni, ef að öll þau mál sem þyrftu að klárast væru búin. Nú er ég ekki að sjá það gerast fyrir september október, en verði það hins vegar afstaða þingflokkanna, og þá þarf það að afstaða beggja stjórnarflokkanna, að þeir vilji halda kosningar fyrr en ráð var fyrir gert þá að sjálfsögðu verður það niðurstaðan.“

Bjarni Benediktsson sagði á þingi í dag eftir spurninga frá Helga Hjörvar þingmanni Samfylkingarinnar að staðan væri óbreytt.

„Það hefur ekkert breyst varðandi það sem við forsætisráðherra höfum áður sagt, að hér er stefnt að kosningum í haust.“

Þá kvaðst Bjarni vera hissa á að þetta væri dregið í efa þar sem margítrekað hefði verið að kosningar vær fyrirhugaðar með haustinu.

„Sjálfstæðisflokkurinn er þegar farinn að undirbúa kosningar í haust,“ bætti Bjarni við en ítrekaði að stjórnarflokkarnir horfðu til þess að kláru hin stóru mál áður en gengið yrði til kosninga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“