fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024

Fjölmála skáldasamfélag

Ós Pressan er vettvangur fyrir skáld sem skrifa á ólíkum tungumálum – Skáldkonurnar Ewa og Randi lesa upp á laugardag

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 7. maí 2016 00:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Tíu prósent landsmanna eru innflytjendur, svo það er raunverulög þörf fyrir svona vettvang,“ segir Ewa Marcinek, ljóðskáld og ein af stofnendum Ós Pressunnar, fjölmála samfélags rithöfunda á Íslandi, sem var komið á fót undir lok síðasta árs.

Ewa kom upphaflega frá Póllandi fyrir þremur árum í starfsnám en ílengdist vegna hrifningar á Íslandi. Hún starfar nú á frístundaheimili og veitingastað – meðfram því að skrifa.

„Þetta er okkar leið inn í íslensku bókmenntakreðsuna,“ bætir Randi Stebbins við. Hún er upprunalega frá Bandaríkjunum en hefur búið víða um heim með íslenskum eiginmanni sínum, þar til þau fluttu hingað til lands fyrir um tveimur árum. Eftir að hafa starfað sem lögfræðingur um árabil gafst henni loks tími til meira skapandi skrifa hér á landi.

Báðar munu þær koma fram á bókmenntadagskrá Ós Pressunnar og Bókmenntaborgar UNESCO á Kaffislipp á laugardag, ásamt Kristínu Ómarsdóttur og kanadíska ljóðskáldinu Fred Wah.

Að mætast í ósnum

Ég held að við höfum allar upplifað hvað stuðningurinn sem við fengum í þessum ritsmiðjum var mikilvægur.

Ós Pressan var stofnuð í fyrra í framhaldi af tveimur alþjóðlegum ritsmiðjum Söguhrings kvenna og Bókmenntaborgar UNESCO sem kanadíska hljóðljóðaskáldið Angela Rawlings kenndi. Þar mættist fjölþjóðlegur hópur skáldakvenna búsettur á Íslandi og í kjölfarið ákváðu þær að festa félagsskapinn í sessi og víkka hann út.

Markmiðið með stofnun samtakanna var því að skapa vettvang fyrir rithöfunda og skáld sem skrifa á ólíkum tungumálum en eiga það sameiginlegt að búa á eða hafa tengsl við Ísland. Þótt hópurinn hafi í upphafi aðeins verið skipaður kvenskáldum eru allir velkomnir og sérstaklega þeir sem upplifa sig sem hluta af jaðarsettum hópum.

„Ég held að við höfum allar upplifað hvað stuðningurinn sem við fengum í þessum ritsmiðjum var mikilvægur. Við vildum því skapa stærra samfélag sem gæti veitt öðrum höfundum, sem ekki hafa háværa rödd í almennu bókmenntaumræðunni, þennan sama stuðning,“ segir Randi og útskýrir að, eins og nafnið gefur til kynna, samtökin eigi að vera staður þar sem ákveðin opnun á sér stað og skáld úr ólíkum áttum geta mæst, sameinast, miðlað og deilt reynslu.

Erfitt að komast inn í bókmenntakreðsuna

Ein ástæða fyrir stofnun hópsins er að erfitt getur reynst fyrir innflytjendur að finna sér stað í íslensku bókmenntasamfélagi.

„Það eru jafnvel dæmi um að fólk ákveði að skrifa undir dulnefni sem hljómar íslenskt til að fá efni útgefið,“ segir Ewa íbyggin.

„En hins vegar hefur hópurinn fengið ótrúlega góð viðbrögð og viðtökur,“ segir hún og Randi tekur undir.

„Ég held að þarna hafi verið ákveðið tómarúm og bara spurning um hvenær einhver myndi fylla í það. Um svipað leyti og við stofnuðum Ós birtist einmitt grein í Reykjavík Grapevine þar sem var fjallað um þetta, að erlendir rithöfundar – jafnvel þekktir á alþjóðlegum vettvangi – ættu erfitt með að fá útgefið efni og hljóta styrki. En hvort það er vegna erlenda nafnsins eða vegna skorts á íslensku er auðvitað ekki ljóst. Markmiðið okkar var að vinna saman að því að skapa rými fyrir þetta fólk,“ segir hún.

Í þessum tilgangi hefur Ós Pressan haldið viðburði og ritsmiðjur, haldið úti vefsíðu og vinnur nú að útgáfu fjöltyngds bókmenntatímarits, en fyrsta tölublaðið kemur út síðar á árinu.

„Við vissum ekkert hvernig viðbrögðin yrðu en við vorum alveg upp með okkur hvað þau voru góð,“ segir Randi, en tímaritið verður meira en hundrað síður, höfundarnir rúmlega tuttugu talsins og textarnir á níu tungumálum.

Tungumálið er tæki

Ewa og Randi segja misjafnt hvort höfundar tengdir Ós skrifi á móðurmáli sínu, ensku eða íslensku, og það sé engin forskrift.

Þó að pólska sé móðurmál Ewu skrifar hún til að mynda á ensku – með íslensku og pólsku slangri og innskotum – en það segir hún vera vegna þess að veruleiki hennar hér fari að mestu fram á slíku tungumáli. Ljóðin fjalla oft á spaugilegan hátt um hversdagslega erfiðleika, varðandi tungumál og hefðir, hjá manneskju sem býr í erlendu samfélagi.

Þó að maður skilji ekki hvert einasta orð skapar maður sína eigin merkingu og hópurinn skapar merkingu í sameiningu

„Ég er ekki reiprennandi í ensku en ég tek því bara opnum örmum og nota þá staðreynd mér í hag, beiti því sem tæki,“ segir Ewa.

„Það er mjög skemmtilegt að í Ós verður tungan einfaldlega enn eitt tólið í skrifunum,“ segir Randi og nefnir til dæmis eitt af sínum ljóðum, þar sem hún vinnur með erlendar þýðingar á eigin orðum.

„Enginn sem les ljóðið getur haft fullan aðgang að merkingu orðanna, jafnvel ekki ég, og það skapar ákveðin óþægindi í lesandanum: skil ég virkilega það sem er í gangi? Þetta er sama tilfinning og maður upplifir þegar maður býr í samfélagi með annað mál en manns eigið,“ segir hún.

„Oft er verið að lesa upp á þremur eða fjórum mismunandi tungumálum á einu upplestrarkvöldi og eflaust enginn sem skilur öll málin fullkomlega. Við sjáum það hins vegar ekki sem hindrun fyrir tengingu fólks í millum. Þó að maður skilji ekki hvert einasta orð skapar maður sína eigin merkingu og hópurinn skapar merkingu í sameiningu.“

Ós Pressan og Bókmenntaborg UNESCO standa fyrir bókmenntadagskrá með Ewu Marcinek, Randi Stebbins, Fred Wah og Kristínu Ómarsdóttur á Kaffislipp, Mýrargötu 10, laugardaginn 7. maí frá klukkan 15.00.

Hér fyrir neðan birtist ljóðið Assembly Line eftir Randi Stebbins og nokkur ljóð eftir Ewu Marcinek.

I will always remember my first conversation in Icelandic. In the supermarket.

“Viltu poka?” Would you like a bag?

“Já, takk.”

In my mother tongue poka sounds like show me.

Viltu poka? Would you like to show me who you are?

Please believe me, I would if I knew how.

The postwoman has been reminding an immigrant family to put their names on the doorbell. “Please name your doorbell,” she chides, “otherwise, you may not get your mail.” The most annoying postwoman in 101 Reykjavík. Finally, she finds a white label stuck under the bell next to the family’s door. Bjalla, it says. Doorbell.

On a lightly floured surface, roll the dough out and cut into desired shapes with cookie cutters. Place cookies 1 1/2 inches apart onto greased cookie sheets. Sprinkle cookies with plain or coloured granulated sugar and bake in the oven. In 1945 after rolling Europe for six years they cut out Poland without its eastern edge, which instead was mixed with some German leftovers and then stuck on the West so awkwardly that everyone knew it’s faked. A sad layer. Two years later there were no more German citizens in the post-German city. There were Poles, transferred from the East, stripped of all context, who never believed they would stay long. The abandoned German postboxes were named. Briefe. The letters.

Frá Póllandi. Frá Póllandi. Frá Póllandi.Frá Póllandi. Frá Póllandi. Frá Póllandi. Frá Póllandi. Frá Póllandi. Frá Póllandi. Frá Póllandi. Tilboð. Bónus. Tilboð. Pylsa. Tilboð. Tilboð. Tilboð. Frá Póllandi. Frá Póllandi. Frá Póllandi. Frá Póllandi. Frá Póllandi. Frá Póllandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Valur og Þór/KA áfram með fullt hús stig – Rigndi inn mörkum í Garðabæ

Valur og Þór/KA áfram með fullt hús stig – Rigndi inn mörkum í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Dúxaði í Verzló en er nú á svörtum lista Vesturlanda – Fannst íslenskir unglingar drekka of mikið

Dúxaði í Verzló en er nú á svörtum lista Vesturlanda – Fannst íslenskir unglingar drekka of mikið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gylfi Þór yfirburða besti leikmaðurinn – Svona er listinn yfir þá tíu bestu í sumar

Gylfi Þór yfirburða besti leikmaðurinn – Svona er listinn yfir þá tíu bestu í sumar
433
Fyrir 7 klukkutímum

Inigmar hetja Þórs sem er komið í átta liða úrslit

Inigmar hetja Þórs sem er komið í átta liða úrslit
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fimm varnarmenn sem United skoðar til að fylla skarð Varane

Fimm varnarmenn sem United skoðar til að fylla skarð Varane
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Keppendur reiðir og í áfalli eftir allt Júró-dramað – „Ég gerði mitt besta í þessum aðstæðum“

Keppendur reiðir og í áfalli eftir allt Júró-dramað – „Ég gerði mitt besta í þessum aðstæðum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mourinho líklega að landa stóru starfi í Evrópu – Fundaði með forsetanum

Mourinho líklega að landa stóru starfi í Evrópu – Fundaði með forsetanum
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hilmar segir Íslendinga sýna dómgreindarbrest: „Getum ekki átt von á neinu góðu frá Rússum í framhaldinu“

Hilmar segir Íslendinga sýna dómgreindarbrest: „Getum ekki átt von á neinu góðu frá Rússum í framhaldinu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Guðrún nýr framkvæmdastjóri Rue de Net

Guðrún nýr framkvæmdastjóri Rue de Net