fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Tekinn af lífi í nótt

Earl Forrest varð þremur að bana

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 12. maí 2016 08:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sextíu og sex ára Bandaríkjamaður, Earl Forrest, var tekinn af lífi í nótt, rúmum þrettán árum eftir að hann skaut þrjá einstaklinga til bana. Aftakan átti sér stað í Missouri og var hún sú nítjánda síðan í nóvember 2013. Tuttugu og fimm fangar sitja á dauðadeild í Missouri.

Earl var dæmdur fryrir að skjóta þrjá til bana; Harriett Smith, Michael Wells og lögregluþjóninn Joann Barnes. Earl hafði verið að drekka þegar hann fór á heimili Harriett í bænum Salem í Missouri og krafðist þess hún keypti handa honum sláttuvél og hjólhýsi.

Það átti hún að gera í skiptum fyrir upplýsingar sem hann lét af hendi og vörðuðu sölumamann metamfetamíns sem Earl hafði komið Harriett í samband við. Rifrildi urðu til þess að Earl dró upp byssu og skaut hann Harriett til bana. Michael var í heimsókn hjá Harriett þegar atvikið átti sér stað og var hann einnig skotinn til bana. Þegar lögregla umkringdi heimili hans skaut hann Joann til bana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla