fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Sigurður lagði bílnum, hætti að borða kjöt og sagði upp áskrift að síma og neti

Minnkaði vistsporið sitt verulega – „Ég þjáðist ekki“

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 24. apríl 2016 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég þjáðist ekki. Þetta var mjög skemmtilegt og gerð ýmislegt fyrir mann,“ segir Sigurður Eyberg Jóhannesson sem ákvað að leggja bílnum sínum, hætta neyslu á kjöti og draga verulega úr neyslu á fiski og eggjum – allt í þágu umhverfisins.

Þurfti að leggja ýmislegt á sig

Sigurður sagði frá þessu í kvöldfréttum RÚV, en markmiðið var að lifa á þann hátt að líferni hans ylli sem minnstum skaða fyrir umhverfið.
Sigurður byrjaði á að reikna út vistspor sitt, en það segir til um hversu stór hlutur fellur í hlut hvers íbúa á jörðinni ef gæðum hennar er skipt jafnt á milli allra. Undir venjulegum kringumstæðum er vistspor hverrar manneskju 1,2 hektarar, en miðað við neyslu Sigurðar, áður en tilraun hófst, var vistspor hans tæpir 10 hektarar. Markmiðið var að minnka vistsporið og lifa innan marka sjálfbærni eins og það er skilgreint samkvæmt vistporinu. Þurfti hann að leggja ýmislegt á sig til þess.

„Það felst eiginlega í því að reyna að finna út hvað veldur mestum umhverfisáhrifum af því sem þú ert að gera og reyna svo að draga úr þeirri hegðun eða breyta henni í eitthvað sem er betra fyrir umhverfið,“ sagði Sigurður í fréttum RÚV, en tilraunin stóð yfir í um hálft ár.

Dró verulega úr neyslu

Sigurður þurfti að draga verulega úr neyslu á kjöti, fiski og eggjum og þá mátti hann ekki borða mikið af innfluttum mat. Þá sagði Sigurður upp áskrift að farsíma sínum og internetinu og þurfti að draga úr ýmiskonar afþreyingu, allt í þeim tilgangi að minnka vistspor sitt. Afraksturinn er sýndur í nýrri heimildarmynd sem Sigurður gerði, en hún ber yfirskriftina Maðurinn sem minnkaði vistsporið sitt. Sigurður vann lokaverkefni um sama viðfangsefni í umhverfis- og auðlindafræði.

Sigurður ræddi þessa tilraun sína í viðtali við Morgunblaðið í mars síðastliðnum þar sem hann sagði meðal annars að það væri lítið mál að minnka vistsporið sitt. „Já, auðvitað tókst mér að minnka vistsporið, það er auðvelt. Spurning er svo hvað tókst mér að minnka það mikið? Og jú, eftir svona tilraun held ég að menn fari aldrei alveg til baka, það er ákveðin viðhorfsbreyting sem á sér stað sem gengur ekki til baka,“ sagði Sigurður meðal annars í viðtalinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku
Fréttir
Í gær

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn
Fréttir
Í gær

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“