Jóel Pálsson spilar með húsbandi Bryggjunnar Brugghúss á Sunnudagskvöld
Á sunnudagskvöld fara fram veglegir djasstónleikar á Bryggjunni Brugghús við Grandagarð þegar Jóel Pálsson, saxófónleikari, kemur fram ásamt húshljómsveit Bryggjunnar.
Húsbandið er skipað einvalaliði hljóðfæraleikara, píanóleikaranum Hirti Ingva Jóhannssyni (úr Hjaltalín), kontrabassaleikaranum Andra Ólafssyni (úr Moses Hightower) og trommuleikaranum Magnúsi T. Elíassen (úr Moses Hightower, Amiinu, Kippa Kaninus og fleiri sveitum). Bandið leikur á vikulegum djasskvöldum á Bryggjunni en fá í hvert skitpi með sér einn sérvalinn hljóðfæraleikara.
Jóel Pálsson hefur gefið út sex breiðskífur með eigin verkum, auk platna sem hann hefur unnið með öðrum. Nýlega hlaut hann íslensku tónlistarverðlaunin fyrir bestu plötu ársins 2015 í flokki djass- og blústónlistar fyrir plötuna Innri, sem hann vann með Stórsveit Reykjavíkur.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og er aðgangur ókeypis.