fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Sport

Aníta og Kristinn komu fyrst í mark

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 21. apríl 2016 13:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aníta Hinriksdóttir úr ÍR og Kristinn Þór Kristinsson Selfossi báru sigur úr bítum í Víðavangshlaupi ÍR sem fram fór í miðborg Reykjavíkur í dag.

Kristinn kom fyrstur í mark en á eftir honum þeir Guðni og Þórólfur.
Sigurvegarar í karlaflokki Kristinn kom fyrstur í mark en á eftir honum þeir Guðni og Þórólfur.

Hlaupið var annað fjölmennasta Víðavangshlaup ÍR frá upphafi, en 699 hlauparar luku hlaupi, en 740 voru skráðir til leiks. Hlaupið er 5 kílómetra langt og fór fram í miðbæ Reykjavíkur þar sem meðal annars var hlaupið upp Hverfisgötuna og niður Laugaveginn.

Kristinn Þór Kristinsson Selfossi og Aníta Hinriksdóttir,ÍR sigruðu í flokki kvenna og karla. Þau urðu um leið Íslandsmeistarar í 5 kílómetra götuhlaupi.

Fyrst þrír í karlaflokki voru:
1. Kristinn Þór Kristinsson Selfoss 00:16:08
2. Guðni Páll Pálsson ÍR 00:16:18
3. Þórólfur Ingi Þórsson ÍR 00:16:23

Fyrstu þrjár í kvennaflokki voru:
1. Aníta Hinriksdóttir ÍR 00:17:21
2. Andrea Kolbeinsdóttir ÍR 00:18:31
3. Jóhanna Skúladóttir Ólafsdóttir 00:18:59

Víðavangshlaup ÍR hefur verið órjúfanlegur þáttur í hátíðarhöldum Reykjavíkurborgar á sumardaginn fyrsta í eina öld. Hlaupið er elsta hlaup landsins og með elstu almenningshlaupum í Evrópu. Aldrei hefur fallið úr hlaup og er Víðavangshlaup ÍR einn af þeim íþróttaviðburðum sem eiga sér lengsta samfellda sögu hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Endar Jordan Pickford í London í sumar?

Endar Jordan Pickford í London í sumar?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld
433Sport
Í gær

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu
433Sport
Í gær

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið