

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra fagnar fæðingu dóttur sem hann eignaðist með norskri barnsmóður sinni, Suzanne.
Eyjólfur birti meðfylgjandi mynd og eftirfarandi texta á Facebook-síðu sinni:
„Lítil stúlka kom í heiminn klukkan 09:32. Fæðingin gekk vel og barni og móður heilast vel. Við foreldrarnir erum í sjöunda himni og óendanlega þakklát með þetta kraftaverk Lífsins – Algjörir töfrar!“