fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
433Sport

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. janúar 2026 08:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttakynnirinn Laura Woods lét harðorð ummæli falla um fyrrverandi Sky Sports-kynninn Richard Keys í kjölfar ummæla hans eftir andlát Terry Yorath, föður Gabby Logan og goðsagnar hjá Leeds United.

Logan neyddist til að yfirgefa þáttinn Match of the Day á miðvikudagskvöldi til að vera hjá föður sínum, sem lést síðar sama dag, 75 ára að aldri, eftir skammvinn veikindi.

Fjölskylda Yorath staðfesti andlátið í yfirlýsingu á fimmtudagsmorgni og lýsti honum sem hlýjum og góðum föður, auk þess að vera virt knattspyrnuhetja.

Í kjölfarið birti Keys færslu á samfélagsmiðlinum X þar sem hann vottaði samúð sína, en bætti jafnframt við athugasemdum um eigið hlutverk í ferli Gabby Logan. Hann sagðist meðal annars hafa komið henni í starf hjá Sky og minntist þess að hann þekkti föður hennar áður en hann kynntist henni.

Richard Keys

Færslan vakti hörð viðbrögð og var Keys gagnrýndur fyrir sjálfhverf ummæli. Laura Woods tók undir gagnrýnina og skrifaði stutt en skorinort svar þar sem hún kallaði Keys „algjöran fávita“ og bætti við að það kæmi henni alls ekki á óvart.

Málið hefur vakið mikla umræðu í breskum íþróttamiðlum, þar sem margir telja ummæli Keys bæði óviðeigandi og ósæmileg í ljósi aðstæðna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Slot kemur Martinelli til varnar – Segir vandamálið mun stærra

Slot kemur Martinelli til varnar – Segir vandamálið mun stærra
433Sport
Í gær

Vilja fá aukaleikara frá Arsenal á láni til að fylla skarð Semenyo

Vilja fá aukaleikara frá Arsenal á láni til að fylla skarð Semenyo
433Sport
Í gær

Þetta væri fyrsta val Roy Keane í framtíðarstjóra United

Þetta væri fyrsta val Roy Keane í framtíðarstjóra United
433Sport
Í gær

Kalla Ratcliffe trúð og kalla eftir breytingum – Boða til mótmæla

Kalla Ratcliffe trúð og kalla eftir breytingum – Boða til mótmæla
433Sport
Fyrir 2 dögum

Roy Keane fór horðum orðum um Arsenal eftir gærkvöldið – Talar um hræðslu

Roy Keane fór horðum orðum um Arsenal eftir gærkvöldið – Talar um hræðslu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Áfram spretta upp sögur um ástandið í Beckham fjölskyldunni – Neitar að tala við foreldra sína nema í gegnum lögmann

Áfram spretta upp sögur um ástandið í Beckham fjölskyldunni – Neitar að tala við foreldra sína nema í gegnum lögmann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Balotelli að semja við fjórtánda félagið á ferlinum

Balotelli að semja við fjórtánda félagið á ferlinum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kristján Hjörvar yfirgaf Akranes og samdi við Aftureldingu

Kristján Hjörvar yfirgaf Akranes og samdi við Aftureldingu