fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
433Sport

Drullar yfir Gary Neville – „Ummæla-niðurgangur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. janúar 2026 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville, goðsögn Manchester United og sparkspekingur, var látinn heyra það af Craig Burley, sérfræðingi ESPN, á samfélagsmiðlum.

Neville ræddi stöðuna hjá United í Sky Sports á mánudagskvöld, skömmu eftir að Amorim var rekinn. Þar sagði Neville að félagið yrði að snúa aftur að rótum sínum og ráða knattspyrnustjóra sem passi við DNA Manchester United.

Hann vill leggja áherslu á sóknarsinnaða knattspyrnu, að nota unga leikmenn og að félagið ætti ekki að aðlaga sig að stjóranum, heldur öfugt.

Ummælin féllu ekki í kramið hjá Craig Burley, sem birti myndband af Neville á X og skrifaði við: „Ummæla-niðurgangur, aftur!“

Athygli vekur að Amorim sjálfur nefndi Neville beint í síðustu viðtölum sínum sem stjóri United eftir jafntefli gegn Leeds. Þar gagnrýndi hann stöðuga umræðu og álag frá fjölmiðlum og sérfræðingum á borð við Neville og sagði að ef félagið réði ekki við gagnrýni frá Gary Neville þyrfti eitthvað mikið að breytast.

Þetta reyndust hans síðustu orð í starfi, en Amorim var látinn fara á mánudagsmorgun. Darren Fletcher stýrir liðinu til bráðabirgða gegn Burnley í kvöld, á meðan leit að nýjum stjóra heldur áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta væri fyrsta val Roy Keane í framtíðarstjóra United

Þetta væri fyrsta val Roy Keane í framtíðarstjóra United
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool að kaupa Mor Ndiaye

Liverpool að kaupa Mor Ndiaye