fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
433Sport

Þungavigtarbikarinn rúllar af stað á laugardag – Svakalegur nágrannaslagur í fyrstu umferð

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. janúar 2026 13:40

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þungavigtarbikarinn fer fram í fjórða sinn í ár og hefst það á laugardag. Mótið hefur fest sig í sessi sem mikilvægur liður í íslenska undirbúningstímabilinu.

Sex lið taka þátt í mótinu eins og fyrri ár. Riðla og leikjadagskrá má sjá hér að neðan. HK og Stjarnan eigast við annars vegar í fyrstu umferð og Njarðvík og Keflavík hins vegar, en liðin mættust einmitt í undanúrslitum umspils um sæti í Bestu deildinni í fyrra, þar sem Keflvíkingar höfðu betur og fóru að lokum upp.

FH-ingar unnu mótið fyrstu tvö árin en Breiðablik tók sigur í fyrra. Í ár taka fjögur Bestu deildarlið þátt og tvö úr Lengjudeildinni.

A-riðill
Njarðvík
Keflavík
FH

B-riðill
ÍA
Stjarnan
HK

10. janúar
Njarðvík – Keflavík  kl. 12:00 í Reykjaneshöll
HK – Stjarnan kl. 11:30 í Kórnum

17. janúar
ÍA – HK kl. 11:00 í Akraneshöll
FH – Njarðvík kl. 11:00 í Skessunni

24. janúar
Keflavík – FH kl. 12:00 í Reykjaneshöll
Stjarnan – ÍA kl. 16.00 í Miðgarði

Að riðlakeppni lokinni er spilað milli riðla um öll sæti á mótinu. Fara þeir leikir fram í mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist