
Harry Maguire var fyrsti leikmaður Manchester United til að bregðast opinberlega við brottrekstri Ruben Amorim.
Amorim var rekinn eftir dapurt gengi í starfi og ósætti við yfirmenn sína á bak við tjöldin. Hann hafði stýrt United í 14 mánuði.
Skömmu eftir tilkynningu félagsins þess efnis birti Maguire færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann þakkaði Amorim fyrir samstarfið. Hann deildi mynd af þeim saman og skrifaði: „Takk fyrir allt stjóri. Ég óska þér alls hins besta í framtíðinni.“
Darren Fletcher mun taka við liðinu til bráðabirgða og stýra því gegn Burnley annað kvöld. Samhliða er hafin leit að nýjum knattspyrnustjóra, þeim ellefta síðan Sir Alex Ferguson hætti árið 2013.
