fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
433Sport

Solskjær til í að koma til skamms tíma eða lengri – United skoðar málið

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. janúar 2026 09:49

Ole Gunnar Solskjaer / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United mun í dag hefja formlega leit að bráðabirgðastjóra út þessa leiktíð í kjölfar brottreksturs Ruben Amorim í gær.

Amorim var rekinn eftir dapurt gengi í starfi og ósætti við yfirmenn sína á bak við tjöldin. Hann hafði stýrt United í 14 mánuði.

Darren Fletcher mun stýra United gegn Burnley á morgun en það er ekki víst að hans leikir í brúnni verði fleiri en það.

United vill ráða bráðabirgðastjóra þar til í sumar og svo ráða endanlega í starfið að tímabili loknu.

Ole Gunnar Solskjær er sagður hafa mikinn áhuga á að snúa aftur á Old Trafford, hvort sem það er í bráðabirgðastjóra eður ei.

Solskjær var með United frá 2018 til 2021 og náði fínasta árangri. Hann er þá í miklum metum hjá stuðningsmönnum og hjálpar leikmannaferill hans hjá United þar til.

Solskjær hefur verið án starfs síðan hann var látinn fara frá Besiktas í fyrra. Hann hefur einnig stýrt Molde í heimalandinu og Cardiff.

United veit af afstöðu Solskjær og skoðar nú þann möguleika að ráða hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

City greiðir örlítið minna fyrir Semenyo en talið var – Gæti hlaðist á upphæðina seinna meir

City greiðir örlítið minna fyrir Semenyo en talið var – Gæti hlaðist á upphæðina seinna meir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allt í bulli hjá Tottenham og leikmaður hraunar yfir yfirmenn – „Þeir mæta bara þegar allt gengur vel“

Allt í bulli hjá Tottenham og leikmaður hraunar yfir yfirmenn – „Þeir mæta bara þegar allt gengur vel“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Albert skoraði í grátlegu jafntefli Fiorentina

Albert skoraði í grátlegu jafntefli Fiorentina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu atvikið – Keane rekinn af velli fyrir að toga í taglið á framherja Úlfanna

Sjáðu atvikið – Keane rekinn af velli fyrir að toga í taglið á framherja Úlfanna