fbpx
Þriðjudagur 06.janúar 2026
Fréttir

Goddur lést á Biskupstungnabraut

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 4. janúar 2026 12:05

Goddur í viðtali við DV árið 2020. Mynd: Eyþór Árnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sá sem lést í bílslysi á Biskupstungnabraut í gær, skammt frá Þrastarlundi, er Guðmundur Oddur Magnússon listamaður og prófessor emeritus í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Guðmundur Oddur þekktur undir listamannsnafni sínu Goddur en hann var einn helsti sérfæðingur Íslendinga á sviði myndmáls og hönnunar og var iðulega kallaður til þegar þurfti að fræða almenning, í fjölmiðlum, nánar um þessi sérsvið hans.

Systir Godds, Ásthildur greinir frá andláti bróður síns, í færslu á samfélagsmiðlum.

Goddur var sjötugur að aldri fæddur á Akureyri 5. júní 1955. Fram kemur í umfjöllun RÚV  að hann hafi lært myndlist í Reykjavík og síðar grafíska hönnun í Kanada á árunum 1986-1989. Goddur hafi síðan kennt grafíska hönnun við myndlistaskólann á Akureyri, Myndlista- og handíðaskóla Íslands og síðar við Listaháskóla Íslands.

Goddur hafi síðan komið að stofnun hönnunardeildar við Listaháskóla Íslands og verið deildarstjóri í grafískri hönnun frá upphafi og svo ráðinn prófessor í grafískri hönnun árið 2002 en einnig starfað meðfram því sjálfstætt sem hönnuður meðfram kennslu.

Goddur stundaði einnig af kappi rannsóknir á hönnun og myndlist og birti fjölda fræðigreina í tímaritum og bókum, skipulagði listsýningar og hélt fyrirlestra á fræðasviði sínu. Eftir að hann hætti kennslu vegna aldurs hélt hann áfram að halda fyrirlestra og stunda sínar rannsóknir en í umfjöllun RÚV er haft eftir honum að hann liti á sig fyrst og fremst sem kennara.

Goddur virtist nánast vera óþrjótandi þekkingarbrunnur þegar kom að myndlist og hönnun og hann hafði gott lag á því að koma sinni þekkingu til skila á fróðlegan og greinargóðan hátt. Ljóst er að sjónarsviptir verður að Goddi en DV ræddi síðast við hann árið 2020.

Goddur yfirheyrður – Óttast valdbeitingu möppudýra og baunateljara – Mesta afrekið að verða edrú

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Meirihluti vill ekki notaðan hlut í jólagjöf – Fimmtungur lítur á notaða gjöf sem móðgun

Meirihluti vill ekki notaðan hlut í jólagjöf – Fimmtungur lítur á notaða gjöf sem móðgun
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Skoða ætti flugeldanotkun ofan í kjölinn æsingalaust – „Hátt í tugur hættulegra þungmálma sem eyðast ekki“

Skoða ætti flugeldanotkun ofan í kjölinn æsingalaust – „Hátt í tugur hættulegra þungmálma sem eyðast ekki“
Fréttir
Í gær

Svona fóru Bandaríkin að því að handsama Maduro

Svona fóru Bandaríkin að því að handsama Maduro
Fréttir
Í gær

Konan sem slátraði Jésú látin – Óvænt ein vinsælasta mynd heims

Konan sem slátraði Jésú látin – Óvænt ein vinsælasta mynd heims
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur um skolplögn sem fór beint niður um mitt loft í íbúð á jarðhæðinni

Nágrannaerjur um skolplögn sem fór beint niður um mitt loft í íbúð á jarðhæðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli

Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli