fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
433Sport

Gæti endað hjá Barcelona þrátt fyrir bras

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 30. desember 2025 16:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona íhugar að fá Dusan Vlahovic til liðs við sig á frjálsri sölu næsta sumar sem arftaka Robert Lewandowski.

Samningur pólska framherjans rennur út eftir tímabilið og framtíð hans hjá Katalóníurisanum er enn óljós. Líklegt er að hann fari og hefur hann til að mynda verið orðaður við Bandaríkin.

Samkvæmt Marca horfir Barcelona nú til Vlahovic, sem er samningsbundinn Juventus til sumars. Hann hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni, aðeins skorað þrjú mörk í deild og Evrópu og verið meiddur undanfarið.

Vlahovic gekk í raðir Juventus árið 2022 eftir stórgott gengi hjá Fiorentina og voru miklar vonir bundnar við hann. Hann hefur þó ekki beint tekið þau skref sem búist var við á síðustu árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Uppljóstraði um skilaboð þessara þekktu manna til Sydney Sweeney – Svona var innihaldið

Uppljóstraði um skilaboð þessara þekktu manna til Sydney Sweeney – Svona var innihaldið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar
433Sport
Í gær

Víði sagt upp á Morgunblaðinu

Víði sagt upp á Morgunblaðinu
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður hjólar í þann danska á samfélagsmiðlum

Fyrrum leikmaður hjólar í þann danska á samfélagsmiðlum