fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
433Sport

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

433
Þriðjudaginn 30. desember 2025 10:20

Brooklyn og Nicola Peltz-Beckham. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brooklyn Beckham og eiginkona hans, leikkonan Nicola Peltz, sýndu enn á ný samstöðu opinberlega á samfélagsmiðlum í gær, á sama tíma og gagnrýni frá aðdáendum eykst vegna langvarandi deilu hans við fjölskyldu sína.

Nicola birti mynd á Instagram þar sem þau hjónin sitja saman í sófanum, klædd í sams konar grá föt og hlæja yfir einhverju í síma Brooklyn. „Við skipulögðum ekki klæðnaðinn,“ skrifaði hún við færsluna, en Brooklyn svaraði með orðunum „my sweetie pie“.

Meira
Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar

Færslan kom aðeins tveimur dögum eftir að Brooklyn var fjarverandi í brúðkaupi Holly Ramsay og Adam Peaty, þar sem foreldrar hans, David og Victoria Beckham, og systkini hans voru viðstödd.

Samkvæmt heimildum hafa Brooklyn og Nicola ekki haft samband við Beckham-fjölskylduna í nokkra mánuði, eftir að ágreiningur blossaði upp þegar Brooklyn mætti ekki í 50 ára afmæli föður síns.

Meira
Áfram allt í rugli hjá Beckham-fjölskyldunni eftir að sonurinn gerði þetta í gær

Yngri bróðir hans, Cruz, upplýsti nýverið að Brooklyn hefði lokað á alla fjölskylduna á samfélagsmiðlum. „Foreldrar mínir myndu aldrei hætta að fylgja syni sínum, það var lokað á þau,“ skrifaði Cruz.

Í athugasemdum við nýjustu færslu Nicola hvöttu margir Brooklyn til að sættast við foreldra sína, en á sama tíma virðast hann og eiginkona hans staðráðin í að standa saman gegn fjölskyldu hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Zirkzee ætlar sér burt

Zirkzee ætlar sér burt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Strax búinn að bæta markamet sitt frá síðustu leiktíð

Strax búinn að bæta markamet sitt frá síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim áfram án lykilmanna

Amorim áfram án lykilmanna