
Lamine Yamal segist ekki vilja vera borinn saman við leikmenn eins og Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.
Yamal er aðeins 18 ára gamall en hefur verið lykilmaður fyrir Barcelona og spænska landsliðið í þó nokkurn tíma.
Í gær hlaut hann verðalaun fyrir að vera besti sóknarmaðurinn á Globe Soccer og var spurður út í samanburðinn við bestu leikmenn heims í kjölfarið.
„Það er best að bera sig ekki saman við aðra. Leikmenn eins og Cristiano Ronaldo gerðu það sem þeir gerðu því þeir voru þeir sjálfir. Ég vil byggja mína eigin vegferð,“ sagði Yamal.