

Flestir eiga sér uppáhaldsjólamynd. Eins og kom fram í nýlegri könnun í Bretlandi er Home Alone sú langvinsælasta. En 20 prósent aðspurðra segja hana vera sína uppáhaldsjólamynd.
Þrátt fyrir vinsældirnar er Home Alone ekki gallalaus. Eins og einn áhrifavaldur á samfélagsmiðlinum Instagram, sem kallar sig Dadman Tom, komst nýlega að. Hann kom upp um alvarlega galla á söguþræðinum sem sýna að myndin gengur einfaldlega ekki upp.
„Af hverju talar aldrei neinn um þessa augljósu galla á Home Alone?“ spyr Tom, sem er með rúmlega 26 þúsund fylgjendur.
Í fyrsta lagi sé það símasambandið.
„Fyrir utan að eyða allri myndinni í að velta fyrir sér hvað í ósköpunum pabbinn gerir til að hafa efni á þessu höfðingjasetri, þá manstu kannski eftir því að strax í byrjun myndarinnar er síminn óvirkur vegna rafmagnsleysis eða eitthvað. Þess vegna sofa þau yfir sig og tekst svo einhvern veginn að keyra um 480 kílómetra á 20 mínútum,“ segir hann. „En ef símalínurnar voru óvirkar, hvernig pantaði Kevin þá pizzu? Og ef síminn hans virkaði, hvers vegna datt honum þá ekki einu sinni í hug að hringja í lögregluna?“ spyr hann.
Þetta sé krakki sem sé nógu klár til að fara einn í búðina og kaupa í jólamatinn, setja upp heil ógrynni af gildrum og hringt til að panta sér pizzu. Að hringja á lögregluna ætti ekki að vera vandamál fyrir hann.
En það er fleira.
„Á sama tíma vingast hann við gaur í kirkjunni sem hann áttar sig loksins á að hann er ekki svo slæmur, en segir honum samt ekki að tveir gaurar séu að fara að brjótast inn í húsið sitt,“ segir Tom.
Svo eru það meiðslin sem ræningjarnir tveir, Harry og Marv, verða fyrir. Varla geti nokkur maður lifað þetta af, hvað þá haldið áfram að reyna að ræna húsið.
Færslan hefur fengið mikil viðbrögð. Meðal annars frá fólki sem segist hafa tekið eftir þessum augljósu göllum í handritinu.
„Haha, ég og maðurinn minn ræddum um öll þessi mistök í söguþræðinum um síðustu jól! Þetta er samt svo klassísk jólamynd,“ segir ein kona.
Aðrir koma handritshöfundinum, hinum heitna John Hughes, til varnar.
„Þeir laga símalínurnar nokkrum dögum síðar. Kevin heldur líka að Joe Pesci (Harry) sé lögreglumaður því hann sá hann fyrr í myndinni. Hann vill ekki hringja í lögregluna vegna þess sem gerðist í búðinni og vegna þess að hann heldur að Joe Pesci sé lögga,“ segir einn.
Enn aðrir segjast ekkert vilja pæla í þessum mistökum. Þetta sé bara bíómynd.
„Hættu að reyna að eyðileggja uppáhaldsjólamyndina mína … njóttu hennar bara,“ segir einn.