fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fókus

Íslandsvinurinn Bam Margera þarf að borga fúlgu í meðlag

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 26. desember 2025 16:30

Auðævi Bam eru metin á 7 milljarða króna. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jackass stjarnan og Íslandsvinurinn Bam Margera þarf að greiða fyrrverandi unnustu sinni Nikki Boyd 2500 dollara á mánuði í meðlag með átta ára gömlum syni þeirra. Það gera um 315 þúsund krónur.

Margera og Boyd „giftust“ á Íslandi árið 2013 með stórri veislu í Hafnarhúsinu sem var mikið fjallað um í fjölmiðlum. Síðan þá hefur Margera glímt við fíkn og andlega erfiðleika. Árið 2021 slitu þau samvistum.

Margera taldi giftinguna vera ólöglega og vann mál gegn Boyd fyrir dómstólum. Það er vegna þess að engum löglegum pappírum var skilað inn til sýslumanns eftir athöfnina.

Sjá einnig:

Gifting Bam í Hafnarhúsinu dæmd ógild – „Nicole vissi að við værum ekki gift frá fyrsta degi“

Eins og segir í frétt TMZ þá krafðist Boyd þess að Margera greiddi henni 15 þúsund dollara í mánaðarlegt meðlag, það er tæpa 1,9 milljón króna. En heildarverðmæti eigna hans eru metin á 55 milljónir dollara, það er tæpa 7 milljarða króna.

Margera og Boyd sættust hins vegar á fyrrnefnda upphæð. Margera segist vera breyttur maður í dag en hann giftist fyrirsætunni Dannii Marie árið 2024.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þau eignuðust barn árið 2025

Þau eignuðust barn árið 2025
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku
Fókus
Fyrir 4 dögum

O (Hringur) hlaut dómnefndarverðlaunin í París

O (Hringur) hlaut dómnefndarverðlaunin í París
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eva heimsótti ömmu sína á fæðingardeildina – „Ætli það sé ekki svolítið spes“

Eva heimsótti ömmu sína á fæðingardeildina – „Ætli það sé ekki svolítið spes“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Florence Pugh sér eftir því að hafa leikið í kvikmynd Íslendings – „Ég var ung og vantaði pening“

Florence Pugh sér eftir því að hafa leikið í kvikmynd Íslendings – „Ég var ung og vantaði pening“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Reynir að tortíma mannkyninu

Reynir að tortíma mannkyninu