fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fókus

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 26. desember 2025 18:00

Boðorðið kom á Þorláksmessu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jin Sha, fræg kínversk söngkona, fékk bónorð frá kærasta sínum Sun Cheng á Íslandi á dögunum. Málið hefur vakið athygli í heimalandinu enda er hann tæpum 20 árum yngri en hún.

Jin Sha, sem er 44 ára gömul, vakti fyrst athygli sem leikkona í byrjun aldarinnar en hefur síðan verið betur þekkt sem söngkona sem syngur svokallaða mandopopp. Það er djassskotið popp með mandarínskum textum.

Á aðfangadag birtist myndband af Sha og kærasta hennar, hinum 25 ára Sun Cheng, þar sem hann var að biðja hennar á Breiðamerkursandi, sem kallast í daglegu tali Diamond Beach á ensku.

Fyrst var greint frá sambandi þeirra árið 2023 í raunveruleikasjónvarpsþættinum Viva La Romance. Fór sambandið fyrir brjóstið á mörgum íhaldssömum Kínverjum sem hæddust að parinu og kölluðu sambandið mæðginasamband.

19 ára aldursmunur er á parinu.

Þá hefur Sun Cheng, sem er nýútskrifaður leikari sjálfur, verið gagnrýndur og sagður vera að nota Jin Sha til þess að komast inn í bransann.

Aðrir hafa brugðist jákvæðari við sambandinu og óskað þeim velfarnaðar. Segja að aldurinn skipti ekki öllu máli þegar ástin sé annars vegar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þau eignuðust barn árið 2025

Þau eignuðust barn árið 2025
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku
Fókus
Fyrir 4 dögum

O (Hringur) hlaut dómnefndarverðlaunin í París

O (Hringur) hlaut dómnefndarverðlaunin í París
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eva heimsótti ömmu sína á fæðingardeildina – „Ætli það sé ekki svolítið spes“

Eva heimsótti ömmu sína á fæðingardeildina – „Ætli það sé ekki svolítið spes“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Florence Pugh sér eftir því að hafa leikið í kvikmynd Íslendings – „Ég var ung og vantaði pening“

Florence Pugh sér eftir því að hafa leikið í kvikmynd Íslendings – „Ég var ung og vantaði pening“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Reynir að tortíma mannkyninu

Reynir að tortíma mannkyninu