fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Fréttir

Foktjón varð á Ísafirði

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. desember 2025 09:11

Frá Ísafirði. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foktjón varð á Ísafirði í nótt vegna veðurs. Lausir munir fuku og ollu tjóni á mannlausum bílum. Veggklæðning af Stjórnsýsluhúsinu losnaði og fauk á bíla.

Einnig fuku til lausamunir í Skutulsfirði. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestjörðum segir:

„Í nótt urðu vakthafandi lögreglumenn varir við að nokkrir lausir munir höfðu fokið og a m k í tveimur tilvikum urðu skemmdir á mannlausum bifreiðum sem stóðu í bifreiðastæði við Hafnarstræti á Ísafirði. En veggglæðning af Stjórnsýsluhúsinu hafði losnað og fokið á bifreiðarnar.

Á nokkrum öðrum stöðum í Skutulsfirði fuku lausir hlutir til og var reynt að tryggja að þeir yllu ekki frekara tjóni.

Þá urðu lögreglumenn varir við að landfestar báts við bryggju á Ísafirði voru að losna. Haft var samband við skipstjórann og var hægt að fyrirbyggja frekari skemmdir.

Lögreglan vill hvetja til þess að húseigendur/umráðamenn og aðrir hugi vel að því hvort eitthvað í nærumhverfinu geti losnað og fokið með tilheyrandi hættu fyrir vegfarendur eða valdið skemmdum á eigum annarra.

Nýbyggingar eða mannvirki sem eru í viðgerð, s.s. þak eða veggglæðningar virðast vera í hættu hvað þetta varðar, að hlutir losni og fjúki.

Áfram er spáð hvössum vindi af og til næstu daga.

Þá eru vegfarendur sem leið eiga um vegi undir bröttum hlíðum hvattir til að aka með sérstakri varúð, enda hafa grjót fallið á vegi og erfitt er að sjá það í myrkrinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Í gær

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað