fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Elías Már skrifar undir í Víkinni

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 19. desember 2025 16:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elías Már Ómarsson er genginn í raðir Víkings, en þetta var staðfest rétt í þessu.

Elías er þrítugur og kemur frá Meizhou Hakka í Kína, en hann hefur einnig spilað í í Frakklandi, Hollandi, Svíþjóð og Noregi í atvinnumennsku.

Bætist hann í ógnarsterkan hóp Íslandsmeistara Víkings, sem ætla sér stóra hluti á næsta ári.

Tilkynning Víkings
Kæru Víkingar, við erum komin í hátíðarskap og það gleður okkur að tilkynna að Elías Már Ómarsson hefur skrifað undir 3 ára samning við knattspyrnudeild Víkings.

Elías Már, fæddur árið 1995 og hefur spilað í Noregi, Svíþjóð, Hollandi, Frakklandi og í Kína á sínum atvinnumannaferli. Elías kemur til liðsins frá Meizhou Hakka í Kína þar sem hann skoraði fjögur mörk og lagði upp tvö í 14 leikjum. Elías á að baki níu A-landsleiki og 33 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

Elías er sóknarmaður og hefur skorað alls staðar þar sem hann hefur spilað. Samtals 399 leikir á ferlinum með félagsliðum,  131 mark og 26 stoðsendingar.

Knattspyrnudeild Víkings býður Elías Má Ómarsson hjartanlega velkominn í Hamingjuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óhugnanlegar upplýsingar fundust á tölvu háskólanemans frá því skömmu áður en hún lést

Óhugnanlegar upplýsingar fundust á tölvu háskólanemans frá því skömmu áður en hún lést
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Íþróttavikan: Peningahlið íþróttanna og fréttir vikunnar

Íþróttavikan: Peningahlið íþróttanna og fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Barcelona skoðar tvo miðverði til að reyna að bæta uppspil sitt

Barcelona skoðar tvo miðverði til að reyna að bæta uppspil sitt
433Sport
Í gær

Chelsea með tvo enska miðjumenn á blaði

Chelsea með tvo enska miðjumenn á blaði