

Í síðustu viku tilkynnti Rice-háskólinn í Bandaríkjunum um andlát Claire Tracy, 19 ára nemanda og leikmanns kvennaliðs skólans í knattspyrnu. Féll hún fyrir eigin hendi.
Tracy hóf nám við Rice í fyrra og þótti kraftmikill og vinsæll karakter. Tracy, sem var frá Menomonee Falls í Wisconsin, hafði áður leitt framhaldsskólalið sitt til fjölda titla áður en hún gekk til liðs við Rice.
Meira
Skóli tilkynnir andlát 19 ára nemanda – Samfélagið harmi slegið
Samkvæmt gögnum frá réttarmeinafræðingum í Harris-sýslu var andlát hennar úrskurðað sem sjálfsvíg, en dánarorsök var köfnun vegna súrefnisskorts af völdum helíums. Lögregla hefur ekki greint frá frekari smáatriðum.
Eftir andlátið hefur athygli beinst að færslum sem Tracy birti á TikTok dagana á undan. Þar ræddi hún meðal annars um depurð, einmannaleika og svokallaðan „djöflatrend“, þar sem notendur eiga í samtali við gervigreind. Tracy birti skjáskot af samtali við ChatGPT, þar sem svör gervigreindarinnar voru afar dökk og sjálfsgagnrýnin.
Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.