

Hilmar Árni Halldórsson verður nýr aðstoðarþjálfari KR í Bestu deild karla. Þetta hefur 433.is fengið staðfest úr herbúðum KR.
Theodór Elmar Bjarnason hætti sem aðstoðarþjálfari liðsins eftir liðið tímabilið en það var hans fyrsta ár í starfi.
Hilmar Árni hefur þjálfað yngri flokka hjá Stjörnunni auk þess að koma að þjálfun kvennaliðs Álftanes. Hilmar er 33 ára gamall.
Hilmar ákvað að hætta í fótbolta á síðasta ári en um langt skeið var hann einn besti leikmaður efstu deildar hjá Stjörnunni.
Hann fer nú í starf hjá KR og mun aðstoða Óskar Hrafn Þorvaldsson í Bestu deildinni á næstu leiktíð.