fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Bankabók hetjunnar á Bondi Beach stækkar og stækkar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. desember 2025 11:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ahmed Al Ahmed, maðurinn sem afvopnaði annan byssumanninn á Bondi Beach um liðna helgi, mun líklega aldrei þurfa að vinna aftur.

Ahmed hefur verið hylltur sem hetja enda er talið að hann hafi komið í veg fyrir að fleiri létust.

Hetjudáðin kostaði Ahmed, sem er innflytjandi frá Sýrlandi, þó mikið og var hann skotinn fimm sinnum í handlegg og öxl. Hann dvelur enn á sjúkrahúsi þar sem hann hefur meðal annars gengist undir nokkrar aðgerðir.

Ástralski fréttamiðillinn News.com.au greinir frá því að söfnun fyrir Ahmed á vefnum GoFundMe hafi farið fram úr björtustu vonum. Nú þegar hafa rúmlega 2,5 milljónir Bandaríkjadala, yfir 300 milljónir króna, safnast fyrir hann og áfram er búist við að upphæðin hækki.

Samtals hafa um fimm milljónir dollara safnast fyrir fórnarlömb harmleiksins, um 780 þúsund dollarar hafa safnast fyrir aðstandendur hinnar tíu ára gömlu Matildu sem var sú yngsta af þeim fimmtán sem létust.

Þá stendur söfnun fyrir aðstandendur Sofiu og Boris Gurman, sem voru skotin til bana þegar þau reyndu að stöðva byssumennina, í 650 þúsund dollurum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi
Fréttir
Í gær

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi
Fréttir
Í gær

Hvetur foreldra til að huga að þessu – „Óbærileg fyrir börn og ungmenni sem finna sig iðulega með öllu vanmáttug í þessum aðstæðum”

Hvetur foreldra til að huga að þessu – „Óbærileg fyrir börn og ungmenni sem finna sig iðulega með öllu vanmáttug í þessum aðstæðum”
Fréttir
Í gær

Andrés sakfelldur fyrir nauðgun gegn stúlku undir 15 ára aldri – Brotaþoli gat lýst íbúðinni hans

Andrés sakfelldur fyrir nauðgun gegn stúlku undir 15 ára aldri – Brotaþoli gat lýst íbúðinni hans