fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Einn ríkasti maður Indlands færði Messi gjöf – Kostar 155 milljónir króna

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 18. desember 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi hefur fengið afar sjaldgæft úr í gjöf, sem metið er á nærri eina milljón punda, frá indverskum milljarðamæringi.

Argentínska stórstjarnan hlaut gjöfina í heimsókn sinni til Indlands, svokallaðri GOAT-ferð sinni um landið.

Messi, sem er 38 ára, kom til Suður-Asíuríkisins á laugardag og hóf fjögurra daga heimsókn í Kolkata. Í kjölfarið heimsótti hann meðal annars Hyderabad, Mumbai og Nýju Delí.

Í lok ferðarinnar var Messi boðinn í heimsókn í Vantara Global Wildlife Rescue and Conservation Centre í Jamnagar. Miðstöðin er í eigu Mukesh Ambani, eins ríkasta manns Indlands, og var það sonur hans, Anant Ambani, sem afhenti Messi hina glæsilegu gjöf.

Um er að ræða afar sjaldgæft Richard Mille úr, sem er metið á um 900 þúsund pund. Úrið er af gerðinni RM 003-V2 GMT Tourbillon ‘Asia Edition’ og eru aðeins 12 slík framleidd í heiminum. Það er með svörtum koltrefjahulstri og svokallaðri „skeleton“ skífu.

Messi sást bera úrið á myndum úr heimsókninni, sem bendir til þess að hann hafi tekið við þessari dýru og einstöku gjöf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Guardiola lokar vinsælum stað sínum vegna hækkandi skatta

Guardiola lokar vinsælum stað sínum vegna hækkandi skatta
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vill fara frá Chelsea í janúar

Vill fara frá Chelsea í janúar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Solskjær vildi kaupa þessa þrjá til United – Fékk í staðin þessa leikmenn

Solskjær vildi kaupa þessa þrjá til United – Fékk í staðin þessa leikmenn
433Sport
Í gær

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar
433Sport
Í gær

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið