fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Jólastemning í Bónus í Kauptúni

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 10. desember 2025 17:00

Það var mikil gleði meðal yngri kynslóðarinnar að hitta jólasveininn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er jólalegt um að litast í Bónus Kauptúni í Garðabæ þar sem sérstakur JólaBónus er í gangi. Verslunin hefur verið fallega skreytt í anda jólanna og mikil jólastemning í gangi. Jólasveinar kíkja í heimsókn, boðið er upp á ristaðar möndlur, heitt kakó og alls konar gómsætt smakk. JólaBónus verður í versluninni í Kauptúni allar helgar fram að jólum milli klukkan 14-18.

,,Þetta er í annað skipti sem við bjóðum upp á  JólaBónus. Það var vel tekið í þetta framtak okkar á síðasta ári og því ákváðum við að gera þetta aftur núna og leggja enn meiri metnað í JólaBónus í ár. Við erum búin að breyta Bónus í Kauptúni og gera verslunina sérlega jólalega. Það er mikil jólastemning í gangi. Jólasveinar eru á vappi og boðið er upp á ristaðar möndlur og heitt kakó til að gera jólastemninguna enn meiri. Auk þess verða ýmsar fleiri skemmtilegar uppákomur,“ segir Pétur Sigurðsson, viðskiptaþróunarstjóri Bónus.

Ýr Finnbogadóttir markaðsfulltrúi og Pétur Sigurðsson, viðskiptaþróunarstjóri Bónus ásamt jólasveinum í versluninni í Kauptúni í Garðabæ.

,,Við viljum með þessu framtaki reyna að gleðja alla sem koma hingað til okkar og þá sérstaklega börnin og auðvitað foreldrana í leiðinni. Fólk getur gert hagkvæm jólainnkaup og notið jólastemningar í leiðinni,“ segir Pétur og bætir við brosandi: ,,Við höfum verið spurð að því hvar Kauptún væri staðsett og ég bendi fólki alltaf bara á að þetta sé Bónus verslunin á móti IKEA geitinni.

,Við munum bjóða upp á aukið framboð af tilboðsvörum sem tengjast jólahátíðinni og má þar nefna meðal annars ódýrustu jólabækurnar á markaðinum samkvæmt könnun ASÍ.  Sömuleiðis erum við með sérstakt jólaþema í ódýrast vikunnar úrvalinu okkar til að mynda lambalæri og bláber sem gilda til 15 desember.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Eins og úr hryllingsmynd“

„Eins og úr hryllingsmynd“
Fréttir
Í gær

„Þetta er alveg skelfilegur hræðsluáróður sem stenst enga skoðun“

„Þetta er alveg skelfilegur hræðsluáróður sem stenst enga skoðun“
Fréttir
Í gær

Tölvuárás á Grundarheimilin

Tölvuárás á Grundarheimilin