fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Stjóri Fiorentina hendir Alberti undir rútuna – Segir hann ekki hafa viljað taka vítaspyrnu

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 7. desember 2025 09:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paolo Vanoli lét til sín taka eftir enn eitt áfall Fiorentina og sagði að ástandið innan liðsins væri verra en áður hafi verið talið. Liðið situr á botni Serie A, enn án sigurs eftir 14 umferðir, staða sem enginn hefur áður bjargast úr.

Fiorentina komst yfir gegn Sassuolo með vítaspyrnu frá Rolando Mandragora, en féll síðan saman og tapaði 3–1 á Mapei-leikvanginum.

„Við verðum að biðja stuðningsmenn afsökunar,“ sagði Vanoli á heitum blaðamannafundi.

„Í svona aðstæðum þurfum við alvöru menn, ekki bara leikmenn. Þessi leikur var táknmynd vandamála okkar. Engar afsakanir lengur, við þurfum hugrekki.“

DAZN greindi frá því að Vanoli væri agndofa yfir óöryggi leikmanna, sem sendu stöðugt fyrirsjáanlegar fyrirgjafir. „Hvaða ótti er þetta þegar þú leiðir 1–0? Óttinn ætti að hverfa þá.“

Hann gagnrýndi einnig skort á liðsheild: „Ég hef ekki séð leikmenn vinna fyrir samherja sína síðan ég kom.“

Vítaspyrnudeilan í leiknum var augljós birtingarmynd vandans, Moise Kean og Mandragora rökræddu hver ætti að taka spyrnuna þar til fyrirliði Luca Ranieri leysti málið. Vanoli upplýsti svo. „Albert Guðmundsson á að taka víti, en hann vildi það ekki. Mandragora er númer tvö. Kean er framherji sem er ekki að skora og vildi taka það.“

„Við verðum að spila fyrir hvorn annan, hver bolti skiptir máli. Ég hef enn ekki fundið leið til að ná inn í huga þessara gæja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ólafur lýsir áhyggjum af þróun mála á Íslandi – „Þetta getur ekki verið rétt, svona vitleysa meikar ekki sens“

Ólafur lýsir áhyggjum af þróun mála á Íslandi – „Þetta getur ekki verið rétt, svona vitleysa meikar ekki sens“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Carragher svarar fyrir sig vegna gagnrýni fyrir að hjóla í Salah – „Þú og aðrir hafið gjörsamlega misskilið það“

Carragher svarar fyrir sig vegna gagnrýni fyrir að hjóla í Salah – „Þú og aðrir hafið gjörsamlega misskilið það“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Umboðsmaður Sesko uppljóstrar um plan Manchester United – Þetta er árið sem á að vinna deildina

Umboðsmaður Sesko uppljóstrar um plan Manchester United – Þetta er árið sem á að vinna deildina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Salah sendir frá sér skilaboð – Einmanna í Bítlaborginni

Salah sendir frá sér skilaboð – Einmanna í Bítlaborginni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Owen tjáir sig um málefni Salah – Segir að þetta geti haft áhrif á liðið til lengri tíma

Owen tjáir sig um málefni Salah – Segir að þetta geti haft áhrif á liðið til lengri tíma
433Sport
Í gær

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus
433Sport
Í gær

Liverpool og Barcelona fá skilaboð um miðjumann sem þau geta keypt í janúar

Liverpool og Barcelona fá skilaboð um miðjumann sem þau geta keypt í janúar