fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Norðmaður vill fara til Íslands í óvenjulegum tilgangi – Alveg sama um fossana og eldfjöllin

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. nóvember 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir ferðamenn koma til Íslands til að skoða stórbrotna náttúruna, en ekki allir. Norðmaður einn skrifaði áhugaverða færslu í hópinn Iceland á Reddit þar sem hann sagðist vilja gera sér ferð til Íslands í þeim tilgangi að kaupa íslenskt sælgæti.

„Ég er norskur lakkrísunnandi. Hef alltaf verið það. Í sumar keyrði ég um Noreg og kom við í litlu þorpi í einum firði. Þar rakst ég á fatabúð sem ég ákvað að kíkja inn í. Verslunin var í eigu íslenskrar konu,” segir viðkomandi og bætir við að í versluninni hafi verið fullt af íslenskum fánum.

„Ég tók eftir því að hún seldi Bagsværd-lakkrís, svo ég ákvað að taka einn poka. Hún var líka með körfu fulla af íslensku nammi,” segir Norðmaðurinn sem kveðst hafa spurt verslunareigandann nánar út í það og hvað væri hennar uppáhalds sælgæti.

„Hún sagði mér að Bingó væri í uppáhaldi hjá sér: „Þetta er svo gott að þú missir alveg stjórn á þér þegar þú opnar pokann.“ Fyrsta hugsunin mín var: „Æ, svona gott getur það varla verið, en prófum.“

Norðmaðurinn segist hafa opnað pokann um kvöldið og svo fylgja með skemmtilegar lýsingar:

„G U Ð M I N N A L M Á T T U G U R. Þetta var enn betra en ég átti von á. Hvar hefur þetta verið allt mitt líf?! Daginn eftir fór ég aftur og keypti fjóra poka í viðbót. Síðan þá hef ég verið heltekinn af íslensku nammi. Ég elska líka Draum, sérstaklega þennan með „sterka“ lakkrísnum,” segir Norðmaðurinn og bætir við:

„Mig langar að fara til Íslands bara til að borða! Og borða! Fossar og eldfjöll skipta mig engu máli: ég vil lakkrís!”

Loks segir viðkomandi að hann ætli að baka lakkrístoppa í fyrsta sinn fyrir þessi jól og geti varla beðið. „Mig er búið að dreyma um þá stöðugt og get rétt ímyndað mér bragðið. Ég get ekki beðið eftir helginni því þá get ég borðað fleiri Bingó-kúlur.”

Færsla Norðmannsins vakti talsverða kátínu og gefa Íslendingar honum ráð um hvað hann ætti að prófa næst. „Bíddu bara þangað til þú ert búinn að prófa Þrist,” segir til dæmis einn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Í gær

Inga gefur lítið fyrir blammeringar Einars – „Þetta er rangt“

Inga gefur lítið fyrir blammeringar Einars – „Þetta er rangt“
Fréttir
Í gær

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp
Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“