fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Súlunesmálið dómtekið – Margrét sögð glíma við röskun sem olli því að foreldrar hennar tjáðu sig með bréfaskriftum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. nóvember 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð í Súlunesmálinu er lokið en hún fór fram fyrir luktum dyrum að ósk ákærðu og þolanda. Þar svaraði Margrét Halla Hansdóttir Löf til saka en hún er ákærð fyrir manndráp og manndrápstilraun gegn foreldrum sínum. Það var í apríl sem faðir hennar Hans Roland Löf fannst látinn á heimili fjölskyldunnar í Súlunesi í Garðabæ, en móðir hennar var einnig alvarlega slösuð. Málið hefur nú verið dómtekið og má reikna með að dómur verði kveðinn upp fyrir 18. desember næstkomandi.

Heimildin hefur rætt við heimildarmenn sem sátu aðalmeðferð og greinir meðal annars frá því að foreldrar Margrétar hafi þurft að ganga með veggjum á heimilinu til halda henni góðri. Margrét hafi glímt við hljóðóbeit (e. misophonia), röskun sem lýsir sér í skertu þoli fyrir ákveðnum hljóðum og hlutum þeim tengdum.

Sjá einnig: Skipaði foreldrum sínum að sitja og standa að hennar ósk og bannaði þeim að tala við sig

Hvað er hljóðóbeit?

Röskunin hefur ekki enn fengið opinbera viðurkenningu en er þó þekkt. Samkvæmt vefsíðunni Heyrðu upplifa einstaklingar með hljóðóbeit ákveðin hljóð sem pirrandi áreiti ásamt því að upplifa kvíða og jafnvel reiði.

„Upplifunin getur verið mjög sterk, jafnvel yfirþyrmandi og erfitt getur verið að hafa stjórn á þeim tilfinningum sem upplifunin framkallar.“

Áhrif röskunarinnar eru mjög persónubundin. Sumir hafa tiltekin kveikjuhljóð (e. trigger sound) sem valda hljóðóbeit en aðrir hafa mörg kveikjuhljóð. Viðbrögðin við þessum hljóðum geta verið mjög alvarleg.

„Sumir geta ekki stjórnað tilfinningunum sem fylgja í kjölfar hljóðóbeitar en ná að hafa stjórn á viðbrögðunum. Aðrir geta hvorki stjórnað tilfinningunum né viðbrögðunum og geta þá í sumum tilvikum brugðist mjög harkalega við.“

Einstaklingar með alvarlega hljóðóbeit geta stundum brugðist við kveikjuhljóðum með ofbeldisfullum hætti, en slík viðbrögð þykja þó sjaldgæf. Ekki er vitað hvað veldur röskuninni en tilgátur eru um að hún geti verið sambland af mismunandi þáttum. Til dæmis vegna fjölskyldusögu, erfðafræðilegra þátta eða vegna breytinga í líffræði heila og heilastarfsemi. Einstaklingar sem glíma við hljóðbeit eru líklegri til að eiga sér stað hjá fólki með ákveðna sjúkdóma eins og til dæmis ADHD, einhverfu, tourette-heilkenni, alvarlegt þunglyndi, þráhyggjuröskun, áfallastreituröskun, heyrnaskerðingu og eyrnasuð.

„Í alvarlegri tilfellum geta bæði tilfinningaleg- og líkamleg viðbrögð verið sterk. Það getur verið mjög erfitt, ef ekki ómögulegt að hafa stjórn á „flótta- eða árásarviðbragði“ (Fight-or-Flight), viðkomandi bregst við án umhugsunar. Viðbragðið getur orðið ofbeldisfullt í orði eða líkamlega, gagnvart því eða þeim aðila sem gefur frá sér kveikjuhljóðið.“

Sjá einnig: Blóðslettur víða um húsið og lögregla óttast ofríki Margrétar gegn móður sinni

Algjör þögn á heimilinu

Samkvæmt Heimildinni beindist hljóðóbeit Margrétar fyrst og fremst að foreldrum hennar. Því þurftu foreldrar hennar að búa við algjöra þögn og áttu í samskiptum á heimilinu með bréfaskriftum. Nefnir miðillinn dæmi um bréf sem Hans virðist hafa ritað til að friðþægja dóttur sína eftir að hestamaður sakaði hana um að koma illa fram við foreldra sína. Bréfið hafi verið ritað í „veikri von föður um að þau hjónin yrðu ekki beitt ofbeldi vegna atviksins“.

Eins og áður hefur komið fram skoraðist móðir Margrétar undan því að gefa skýrslu í málinu. Sjálf mætti Margrét aðeins við upphaf aðalmeðferðar þar sem hún las upp yfirlýsingu og neitaði sök. Hans Roland lést vegna fjöláverka sem að sögn sérfræðivitna minnti helst á áverka eftir harðan árekstur. Hann lést á áttræðisafmæli sínu.

Nánar má lesa um aðalmeðferðina hjá Heimildinni

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Í gær

Inga gefur lítið fyrir blammeringar Einars – „Þetta er rangt“

Inga gefur lítið fyrir blammeringar Einars – „Þetta er rangt“
Fréttir
Í gær

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp
Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“