fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Neytti fíkniefna fyrir framan lögreglumenn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. nóvember 2025 07:17

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi og í nótt og eru fjórir einstaklingar vistaðir í fangageymslu.

Lögreglumenn í umdæmi 1 handtóku mann sem neytti fíkniefna fyrir framan þá og þá var ökumaður kærður fyrir að aka á 133 kílómetra hraða á ótilgreindri götu. Var hann fluttur á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum.

Lögreglumenn handtóku svo mann fyrir hótanir í búsetuúrræði en sá var vopnaður hnífi. Þá var tilkynnt um bifreið sem var ekið um með konu á vélarhlífinni, en umrædd kona var svo handtekin í þágu rannsóknar á öðru máli.

Í umdæmi lögreglustöðvar 2 voru nokkrir ökumenn sektaðir fyrir að vanrækja merkjagjöf, en einn þeirra reyndist að auki vera á ótryggðri bifreið og annar ók einnig gegn rauðu ljósi.

Þá veittu lögreglumenn bifreið athygli sem önnur bifreið var að draga. Kom í ljós að stjórnendur beggja ökutækja voru undir áhrifum fíkniefna og annar þeirra reyndist einnig vera með fíkniefni í fórum sínum. Þeir voru handteknir og færðir á lögreglustöð.

Í umdæmi lögreglustöðvar 3 var kona kærð fyrir ofbeldi gagnvart lögreglumanni og ökumaður kærður fyrir að aka á gangstétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“