
Arsenal skrifaði söguna í UEFA Youth League í dag þegar 13 ára leikmaður, Luis Munoz, kom inn á í 4-2 sigri U19-liðsins gegn Bayern Munchen.
Munoz er aðeins 13 ára, 11 mánaða og 15 daga gamall og sló þar með aldursmetið sem Liam Payas setti árið 2024.
Munoz, sem fæddist í desember 2011, hefur átt stórkostlegan mánuð, en hann vann enska U-16 meistaratitilinn með Arsenal 13. nóvember.
Arsenal tefldi fram fjölmörgum efnilegum drengjum í leiknum, þar á meðal Emerson Nwaneri, bróður Ethan Nwaneri úr aðalliðinu. Emerson, sem vakti athygli fyrr á tímabilinu með þrennu gegn Chelsea, kom einnig inn á.
Unglingastarf Arsenal er ansi öflugt og hafa margir öflugir leikmenn komið þar í gegn á síðustu árum.