fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. nóvember 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formenn knattspyrnusambanda Íslands, Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Lettlands, Litháens, Noregs og Svíþjóðar komu saman í Helsinki í byrjun vikunnar til fundar um samstarf knattspyrnusambanda á Norðurlöndum og við Eystrasalt. Færeyjar gátu því miður ekki tekið þátt að þessu sinni.

Fundurinn gaf tækifæri til opinna skoðanaskipta og umræðu um stöðu knattspyrnu í hverju landi. Forsetarnir deildu einnig sjónarmiðum um ýmis alþjóðleg málefni og þróun innan evrópskrar og alþjóðlegrar knattspyrnu. Danmörk og Svíþjóð kynntu stöðu sameiginlegs boðs síns í lokakeppni EM kvenna 2029.

„Samstarf okkar byggir á gagnkvæmri virðingu og vilja til að deila reynslu sem styrkir knattspyrnu í löndum okkar,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands. „Við eigum margt sameiginlegt, en nálgumst einnig ákveðin mál á ólíkan hátt og sú fjölbreytni er mikilvæg fyrir áframhaldandi þróun knattspyrnu í samstarfi milli landa.“

Forsetarnir lögðu áherslu á að samstarfið snúist ekki um að mynda atkvæðablokk innan samtaka á borð við UEFA eða FIFA. Hvert samband heldur áfram að taka sjálfstæðar ákvarðanir í samræmi við eigin sjónarmið, forgangsröðun og þjóðarhagsmuni. Sameiginlegar umræður stuðla að skilningi, samhæfingu og uppbyggilegri þátttöku í þágu knattspyrnu í Norður-Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Viktor Bjarki skoraði aftur í sigri hans og Rúnars – David Luiz skoraði í jafntefli

Viktor Bjarki skoraði aftur í sigri hans og Rúnars – David Luiz skoraði í jafntefli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Harðneitar að framlengja og áhugi Chelsea eykst

Harðneitar að framlengja og áhugi Chelsea eykst
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hraunar yfir Garnacho – Mætti með keðju og húfuna til hliðar í gær

Hraunar yfir Garnacho – Mætti með keðju og húfuna til hliðar í gær
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir FIFA gera lítið úr öðrum leikmönnum eftir Ronaldo ákvörðunina í gær

Segir FIFA gera lítið úr öðrum leikmönnum eftir Ronaldo ákvörðunina í gær