fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Stóð í skilum með leigu og afhenti herbergið hreint – leigusalinn neitaði samt að endurgreiða tryggingarféð

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. nóvember 2025 14:04

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leigusali getur ekki bara ákveðið að halda eftir tryggingarfé án þess að lagaheimild sé fyrir því. Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar húsamála en þangað leitaði kona af erlendum uppruna sem hafði tekið herbergi á leigu í nóvember árið 2023.

Hún gerði fyrst samning um tímabundna leigu til þriggja mánaða. Einhverjar þreifingar áttu sér svo stað milli hennar og leigusalans um að framlengja samninginn um aðra þrjá mánuði. Áður en til þess kom breyttust aðstæður hjá konunni og hún ákvað að framlengja aðeins um mánuð. Leigusalinn samþykkti og var samningurinn áritaður um mánaðar framlengingu. Þann 29. febrúar 2024 skilaði konan herberginu hreinu og óskaði eftir því að fá endurgreidda tryggingu sem hún lagði fram við upphaf leigutíma, 95 þúsund krónur.

Leigusalinn reyndi fyrst að hundsa hana og svaraði ekki kröfu hennar fyrr en 3 vikum eftir að leigutíma lauk. Þá greiddi hann henni 35 þúsund krónur af tryggingunni og sagðist ætla að halda restinni eftir enda hefði konan ekki framlengt um þrjá mánuði eins og fyrst stóð til. Taldi leigusalinn sig hafa orðið fyrir tjóni vegna þess.

Konan mótmælti þessu en þar sem hún þekkti illa kerfið á Íslandi þá tók hana tíma að átta sig á því hvaða leiðir væru færar til að leita réttar síns. Til dæmis vissi hún ekki um kærunefndina fyrr en seint og síðar meir.

Fyrir nefndinni vildi leigusalinn meina að það væri ekki hægt að krefja hann um restina af tryggingunni. Fyrir það fyrsta væri langt síðan konan skilaði íbúðinni og krafa hennar komin alltof seint fram. Í öðru lagi hefði hann selt húsnæðið.

Kærunefndin rakti að það væri ágreiningslaust að konan stóð í skilum með sitt og að leigusalinn hafði engar athugasemdir við skil hennar á herberginu. Hann geti ekki upp á sitt eindæmi ákveðið að halda eftir tryggingarfé án þess að stoð sé fyrir því í lögum. Samkvæmt húsaleigulögum er tryggingarfé ætlað að tryggja leigugreiðslur og til að dekka skaðabætur sem leigjandi veldur á hinu leigða. Leigusalinn mátti ekki draga frá tryggingarfé fjárhæð sem hann mat sjálfur hæfilegar bætur fyrir að samningurinn væri ekki framlengdur, enda var þar ekki um vanskil eða tjón á hinu leigða að ræða og leigusamningurinn hafði ekki verið vanefndur. Leigusalanum var því gert að greiða konunni restina af tryggingunni ásamt vöxtum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rúnar fagnar tímamótum í janúar

Rúnar fagnar tímamótum í janúar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ungir Miðflokksmenn hæðast að SUS fyrir að saga bíl í sundur – „Flott myndband, það er bara eitt vandamál“

Ungir Miðflokksmenn hæðast að SUS fyrir að saga bíl í sundur – „Flott myndband, það er bara eitt vandamál“
Fréttir
Í gær

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi
Fréttir
Í gær

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir óvini Þórdísar Kolbrúnar haldna þrælslund

Segir óvini Þórdísar Kolbrúnar haldna þrælslund