fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. nóvember 2025 12:05

Bogi skilar bókinni í hendur rektors

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Bogi Ágústsson slapp við sekt eftir að hafa skilað eintaki af Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint til Íþöku, bókasafns Menntaskólans í Reykjavík. Þetta kemur fram í skemmtilegri færslu á Facebook-síðu skólans.

Ávarpið, sem er Karl Marx og Friðrik Engels og var gefið út árið 1949, fékk Bogi að láni frá bókasafninu þegar hann stundaði nám við skólann á sínum tíma en gleymdi svo að skila eintakinu.

Bogi er nú um stundir stjórnarmaður í Hollvinafélagi skólans og nýtti því tækifærið á nýlegum stjórnarfundi til að bæta fyrir syndir sínar. Skilaði hann þar eintakinu í hendur Sólveigar Guðrúnar Hannesdóttur, rektor skólans, sem ákvað að fella sektina niður þó að Bogi hafi vissulega fengið ásakandi augnaráð að launum. Fram kemur að Hollvinafélagið standi nú fyrir söfnun í tilefni af 180 ára afmæli skólans á næsta ári en ætlunin er að styrkja ritun af næsta bindi af Sögu Reykjavíkurskóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gabríel Douane ákærður ásamt hópi manna – Ruddust inn á heimili vopnaðir hnífum og hömrum

Gabríel Douane ákærður ásamt hópi manna – Ruddust inn á heimili vopnaðir hnífum og hömrum
Fréttir
Í gær

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill skoðun á hlutleysi RÚV – „Það myndast svona skoðanaleg einsleitni“

Vill skoðun á hlutleysi RÚV – „Það myndast svona skoðanaleg einsleitni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferð til Íslands breyttist í martröð – Lést í brúðkaupsferðinni

Ferð til Íslands breyttist í martröð – Lést í brúðkaupsferðinni