fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Neysluvatnið rennur í gegnum gamlar asbestlagnir

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. nóvember 2025 07:45

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn er notast við gamlar asbestlagnir í veitukerfum hér á landi og er unnið að því að skipta þeim út. Þó er viðbúið að nokkur ár geti þar til sú vinna klárast.

Fjallað er um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Í fréttinni er sagt frá því að af rúmlega 1.611 kílómetrum af kaldavatnslögum sem Veitur eiga séu tæpir 12 kílómetrar úr asbesti. Stærstur hluti þessara lagna er á Akranesi, eða 11,2 kílómetrar af 112 kílómetrum. Í Reykjavík er efnið að finna í 327 metrum af 1.086 kílómetrum og í Stykkishólmi í 215 metrum af 56 kílómetrum.

Í frétt Morgunblaðsins er vísað í svar Veitna við fyrirspurn blaðsins, en málið kom til umfjöllunar á íbúafundi á Akranesi fyrir skemmstu.

Í svari Veitna kemur fram að rannsóknir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar styðji ekki þá kenningu að hætta stafi af asbesttrefjum í neysluvatni. Hættan stafi af asbesti þegar því er raskað. „Þrátt fyrir það skiljum við vel ef einhver hefur áhyggjur og höfum lagt áherslu á að skipta lögnunum hraðar út en annars væri gert,“ segir í svarinu sem Morgunblaðið vísar til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gabríel Douane ákærður ásamt hópi manna – Ruddust inn á heimili vopnaðir hnífum og hömrum

Gabríel Douane ákærður ásamt hópi manna – Ruddust inn á heimili vopnaðir hnífum og hömrum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“
Fréttir
Í gær

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi
Fréttir
Í gær

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað