fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. nóvember 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Helga langaði að myrða manninn, köldu blóði og hafði hreinlega fantaserað um verknaðinn. Þetta er viðbjóðslegt og ber að fordæma. Hver ætli að sé raunverulega sá sjúki hérna og hverjum stendur raunverulega ógn af hverjum?“

Þannig spyr María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp þáttastjórnanda á Samstöðinni þar sem hún deilir viðtali Sölva Tryggvasonar við Helga Magnús Gunnarsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, sem birt var í gær.

Í viðtalinu ræðir Helgi Magnús um árið 2024 sem hann segir hafa verið „annus horribilis“ í lífi hans, hann hætti starfi sem ríkissaksóknari, glímdi við slæma sýkingu í gervilið og alvarlega kransæðastíflu. Hann ræðir einnig eftirlaun sín, umdeildar skoðanir sínar og áralangt áreiti sem Helgi Magnús þurfti að þola frá sýrlenska síbrotamanninum Mohamad Kourani.

Mynd: Skjáskot visir.is

Það er þetta síðastnefnda sem María tekur fyrir í langri færslu á Facebook. Rekur hún þar að í ákæru gegn Khourani kom fram að hann hafi á tíu daga tímabili í janúar 2021 sent Helga Magnúsi tölvupósta sem innihéldu líflátshótanir og í sumum tilfellum hafi hótanirnar beinst gegn fjölskyldu Helga Magnúsar. Einnig kemur fram að Khourani hafi komið í afgreiðslu ríkissaksóknara í þrígang, dag einn í mars 2022 og haft uppi líflátshótanir við Helga Magnús og/eða starfsfólk embættisins.

Þrjár ákærur með 14 ákæruliði sameinaðar

Mál var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjaness þar sem þrjár ákærur gegn Khourani voru sameinaðar, ákæruliðir voru alls 14. Tilvikin tvö sem María nefnir hljóðuðu svo í ákæru:

Með ákæru héraðssaksóknara dags. 9. maí 2022 var mál höfðað á hendur ákærða fyrir eftirtalin brot:

….

II.

Fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa á tímabilinu 16. janúar til 26. janúar 2021 sent C, kennitala

[…], [starfsheiti], 6 tölvupósta í vinnutengt netpóstfang hans […] úr netpóstfanginu […] með líflátshótunum

í garð C og í sumum tilvikum einnig fjölskyldu hans. (M. 300-2021-[…]).

Telst þetta varða 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

….

IV.

Fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa mánudaginn 7. mars 2022 í afgreiðslurými […] að […] í

Reykjavík ítrekað hótað C, kennitala […], [starfsheiti], lífláti.

(M. 007-2022-[…]).

Telst þetta varða 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940

Khourani hlaut 12 mánaða dóm í héraði 16. júní 2022, sem staðfestur var af Landsrétti 31. mars 2023.

Khourani neitaði að hafa hótað Helga Magnúsi

María rekur ákæruliðina tvo sem tengjast Helga Magnúsin frekar eins og þeim var lýst í málavöxtum héraðsdóms:

,,Samkvæmt kæru C dags. 9. febrúar 2021 hafði honum frá 13. janúar sama ár borist tölvupósta með ítrekuðum og vaxandi hótunum frá ákærða. Hótanirnar hafi beinst gegn kæranda og fjölskyldu hans og m.a. verið um að ræða líflátshótanir. Óttaðist kærandi m.a. að ákærði myndi birtast á heimili kæranda og hafi hann gert sambýliskonu sinni og börnum grein fyrir málinu. Hótanirnar hafi valdið kæranda og fjölskyldu hans miklum áhyggjum því ekki hafi annað verið hægt fyrir þau en að taka þær alvarlega. Nefna megi þessi skilaboð: ,,This is our last messaga … Remember if Kourani dies … you and your family will die … clans.“ Sambærileg skilaboð voru fleiri en eitt. Þá voru þessi skilaboð: ,,I will take my right to you and your family.“ Loks má nefna þessi skilaboð: ,,Even you go out now and withdraw the papers from me, you and your family will die.“ Um fleiri sambærileg skilaboð var að ræða.“ 

Khourani neitaði sök.

Hvað varðar seinni liðinn rekur María enn málavexti dómsins:

„Samkvæmt frumskýrslu lögreglu bárust þrjú neyðarboð frá afgreiðslu […]mánudaginn 7. mars 2022 og lögreglan fór með forgangi á vettvang. Er lögregla hafi komið þangað hafi heyrst óp og köll frá stigahúsi en lögreglumenn hafi farið með lyftu upp á 6. hæð þar sem skrifstofur eru […]. Fyrrum daginn hafði einnig verið tilkynnt um háreysti af völdum ákærða á sama stað. Þegar lögreglan hafi komið á vettvang hafi hann verið æstur og talað ruglingslega og samhengislaust. […] sagði að ákærði hafi verið með líflátshótanir í garð […] en ákærði hafi komið ítrekað á skrifstofu til að reyna að ná tali af […]. Þegar ákærði hafi komið í seinna skiptið 7. mars 2022 og séð [Helga Magnús] hafi ákærði m.a. sagt: ,,I will kill you.“

Khourani neitaði einnig sök, en viðurkenndi að hafa farið á skrifstofu ríkissaksóknara umrætt sinn en mundi ekki hvert tilefnið hafi verið. Hann hafi verið búinn að neyta áfengis og hann muni ekki hvað hann sagði.

Segir Helga Magnús hafa leikið fórnarlamb meðan störf hans voru til skoðunar og ekki axlað neina ábyrgð

María segir Helga Magnús hafa leikið fórnarlamb í málinu sem hafi unnið með honum á sama tíma og störf hans og hegðun voru til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara. Hafi hann fengið pláss til að vera ógeðslegur rasisti opinberlega að hennar sögn.

„Vegna meintrar ógnar sem Helgi Magnús fullyrti við blaðamenn að vofði yfir honum og fjölskyldu hans var jafnframt greint frá því að nauðbeygður hafi Helgi Magnús sjálfur sett upp öryggisbúnað við heimili sitt. Ekki með aðstoð hins opinbera og ekki á kostnað embættisins sem að sögn studdi hann bara alls ekki á erfiðum tímum. Fyrir meint skilningsleysi sitt fékk Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari bágt fyrir í fjölmiðlum á meðal ráðafólks og almennings. Stuðningur við Helga Magnús jókst hins vegar með aðstoð fjölmiðla sem skrifuðu allt ó-editað upp eftir honum á meðan hann setti upp mæðusvipinn og tíundaði raunir hins óttaslegna fjölskylduföður í vanda. Ofsóttur fyrir að „segja sannleikann“ um vonda brúna múslima, (hryðjuverka)hjálparsamtök, vókspillta lögmenn og vondu yfirkonuna sem þekkti hvorki hlutverk sitt né lög frekar en aðrar kerlingatussur sem dirfst höfðu að segja honum til.

Engin ábyrgð á neinu, woe me. Það eru til kenningar í sálfræði um þessa aðferðafræði Helga Magnúsar. Ég er samt ekki sálfræðingur og ætla því ekki rekja það neitt sérstaklega en það vann með Helga Magnúsi að leika fórnarlamb á meðan störf hans og hegðun var til skoðunar. Fórnarlambið varð að trademark og virtist gefa honum frítt spil á meðan til að spúa hatri og eitri í fjölmiðlum og vera bara frekar ógeðslegur rasisti opinberlega.“

Segir fátt benda til að raunveruleg hætta hafi stafað á heimsókn Khourani 

Segir María það merkilega vera að fátt bendi til þess að Helgi Magnús og fjölskylda hans hafi raunverulega verið í hættu á heimsókn frá Khourani.

„Þvert á móti skv. málsgögnum, vitnisburðum hlutaðeigandi og svörum heimildarmanna innan lögreglunnar og víðar við fyrirspurnum mínum voru meintar árásir mannsins gegn Helga hreint ekki „linnulausar“ né stóðu þær yfir „í fleiri ár“.

Það eina sem liggur fyrir eru jú, tíu(!) kriptískir tölvupóstar á lélegri ensku og þrjár heimsóknir mannsins yfir sama daginn í opinberu bygginguna hvar Helgi starfaði.

Maðurinn umræddi hafði ekki persónulegar upplýsingar um Helga Magnús í fórum sínum, hann var þá þegar undir vökulu auga löggæsluaðila og þekkti Helga Magnús í raun ekki neitt né bar til hans sérstakar tilfinningar á persónulegu leveli. Maðurinn var sannarlega með vinnu-tölvupóstfang Helga sem hann hafði líklega úr sínum eigin málsgögnum og svo vissi hann hvar skrifstofu Ríkissaksóknara var að finna. Þangað fór hann að sögn því honum var uppsigað við kerfið sem brást honum.“

María tekur fram að ofbeldi og hótanir eru af hinu illa og hún sé fegin að Khourani fékk dóm fyrir brotin sem hann framdi. Það sé þó ekki punkturinn í hennar augum:

„Heldur sá að fyrrverandi ríkissaksóknari, maður með eitt æðsta embættisvald á landinu gerði mistök og var réttilega settur til hliðar en í stað þess að taka ábyrgð, læra og verða betri manneskja, ákvað hann að flytja alla ábyrgðina á jaðarsettan og veikan glæpamann á flótta til að lyfta sjálfum sér upp á undiröldu rasismans í samfélaginu. Kalliði þetta góð gildi að verja?“

Rekur viðtöl við Helga Magnús og þau orð sem hann lét falla

María fer næst yfir nokkur nýleg viðtöl við Helga Magnús og orð sem hann lét þar falla um Khourani. „Setjum þau í samhengi við umfjöllun fjölmiðla fyrir dóminn og við málið sjálft. Segir María að við nýjan tón kveði hjá Helga Magnúsi sem sé hættur að leika fórnarlambið og orðinn í staðinn maður með mönnum.

Spjallið með Frosta Logasyni/Nútíminn 10. nóvember 2025:

„Þegar hann sá mig þá öskraði hann: „I Will Kill You.“

„Ég var nú bara að vona að hann réðist á mig, þá gæti ég bara lumbrað á honum. Ef ég segi bara alveg eins og er.“

„Ég ætlaði nú bara að láta hann finna fyrir því ég var bara kominn með nóg af þessu kjaftæði. Fyrirgefðu frönskuna mína.“

„Svo áttum við bara samtal og hann fór að væla yfir að allir væru vondir við hann og eitthvað kjaftæði.“

„Ég sagði honum að drulla sér bara heim til Sýrlands ef þú heldur að þú hafir það betra þar. Ég hef engan sérstakan áhuga á að eyða skattpeningunum í að halda þér uppi hérna eins og þú hagar þér. Ég lét hann bara heyra það, hann var með einhvern svona skæting og svo bara rak ég hann út.“ [rétt er að lögreglan kom og fylgdi manninum út sbr. vitnisburð úr dómi].

Ljóst er á viðtölunum að Helgi Magnús er komin á fullt núna í re-branding úr ráðviltu, hræddu fórnarlambi yfir í karl í krapinu. Mann með mönnunum. Kolbein Kjafteinn,“ segir María.

Vísir 24. nóvember 2025 (viðtal við Sölva Tryggvason):

„Helgi segist ekki hafa verið hræddur“ en sýndi að sögn mikla fyrirhyggju með því að hræða börnin sín með því að búa heimilið myndavélum fyrir óvini sem enginn var.

„Hann kom aldrei heim að húsinu mínu. Ég setti myndavélar á húsið mitt þannig það kom ekki köttur að húsinu mínu án þess að ég vissi af því. Í tvö-þrjú ár fékk ég alltaf klikk í símann þegar hreyfiskynjarinn fór í gang. Fylgdist með því að það væri enginn að koma,“ segir Helgi hróðugur. Og sama á við með heimsóknir í skóla barnanna: „Það gerðist ekki […]“ segir Helgi. María segir um orð Helga að þau renni frekari stoðum undir að meintar áhyggjur og umrætt álag á fjölskylduna hafi verið nokkuð dramatíserað miðað við tilefnið.“

Segir fyrirlitningu Helga Magnúsar gegn jaðarsettum einstaklingi skína í gegn

Segir María kveða við nýjan tón hjá Helga um heimsókn Khourani á skrifstofuna og hótanir í persónu í viðtalinu við Sölva:

„Ég mat hann ekki svo að hann væri í einhverjum árásarham þannig ég ákvað að lofa honum að tala. Svo kom ekkert af viti út úr honum. Það hefði verið allt í lagi að ræða við hann ef hann hefði getað rökrætt hlutina,“ segir Helgi.

Segir María rétt að staldra við þessi orð Helga Magnúsar.

„Allt fólk sem þekkir til eða hefur starfað með jaðarsettum einstaklingum þekkir dínamíkina sem hér er lýst. Það er því lágmark að háttsettir embættismenn sem beri mikla ábyrgð gagnvart fólkinu í samfélaginu geri það líka, kunni að ræða við ólíkt fólk í alls konar ástandi og geti sýnt því samkennd við flóknar aðstæður og setji eigin tilfinningar til hliðar á meðan.

Ef Helgi Magnús hefur á annað borð talað við aðra manneskju yfir ævina veit hann alveg innst inni hvernig best hefði verið að bregðast við í þessum aðstæðum. Mikilvægt er að auka ekki á vanlíðan viðkomandi og/eða spennuna öryggis allra vegna.

Fyrirlitningin í orðum Helga og afmennskunin á manninum skín hins vegar í gegn. Hann montar sig yfir að hafa öskrað á manninn, vildi espa hann upp og egna áfram „hálfpartinn að vonast til að Kourani myndi reyna að ráðast á mig“ segir Helgi í viðtali því hann langaði í ástæðu til að lúskra á honum. „Ég var oftar en ekki með bíllykilinn kláran í hendinni, þannig að ef hann hefði komið með hníf hefði ég sennilega tekið í sundur á honum hálsæðina.“

Segir María orð Helga Magnúsar sýna að:

„Helga langaði að myrða manninn, köldu blóði og hafði hreinlega fantaserað um verknaðinn. Þetta er viðbjóðslegt og ber að fordæma. Hver ætli að sé raunverulega sá sjúki hérna og hverjum stendur raunverulega ógn af hverjum?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Fréttir
Í gær

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“