fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. nóvember 2025 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hamed M. H. Albayyouk, 42 ára gamall maður frá Palestínu, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, skammt frá heimili sínu við Skyggnisbraut í Úlfarsárdal. Árásin átti sér stað um hábjartan dag og vakti mikinn óhug í hverfinu og víðar. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 30. október.

Hamed var sakaður um að hafa veist með ofbeldi að brotaþola og stungið hann með hníf vinstra megin í brjósthol, en hnífurinn fór í gegnum rifbein, slagæð, vöðva, lungnaafleiðu og þind ásamt því að fara í gegnum þverristil á tveimur stöðum með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut lífshættulega áverka.

Sjá einnig: Hamed játaði sök en krafðist vægustu refsingar sem lög framast leyfa. Hann viðurkenndi bótaskyldu gagnvart brotaþola en mótmælti fjárhæð bótakröfu sem nam 4 milljónum.

Rakti dómari að Hamed hafi verið í andlegu ójafnvægi, bæði vegna sjúkdóms sem og ástands í upprunalandi sínu. Hann glímdi meðal annars við samviskubit og sektarkennd. Dómari tók þó fram að verknaðurinn yrði þó ekki réttlætur með þessu. Af gögnum máls megi ráða að Hamed hafi deilt við brotaþola í kjölfar ágreinings á milli barna þeirra. Hamed hafi komist í uppnám, orðið reiður og verið í nokkurri geðæsingu vegna þessara deilna er hann framdi brotið. Dómari féllst þó ekki á þá skýringu að brotaþoli hafi valdið þessari geðshræringu með ólögmætri árás eða stórfelldri móðgun.

Til málsbóta horfði að Hamed hefur ekki áður sætt refsingu hér á landi sem máli skiptir við ákvörðun refsingar. Hann játaði brot sitt skýlaust, bæði fyrir lögreglu og fyrir dómi, viðurkenndi bótaskyldu og lýsti yfir iðrun. Dómari taldi enga ástæðu til að draga það í efa að iðrunin væri annað en einlæg og að Hames sjái einlæglega eftir brotinu.

Til þyngingar horfði þó að brotið var bæði ofsafengið og fyrirvaralaust. Það beindist gegn lífi, líkama og heilsu brotaþola sem var óvopnaður. Atlagan var bæði hættuleg og tilefnislaus og hending ein réði því að ekki hlaust mannsbani. Brotaþoli glímir eins við miklar afleiðingar af árásinni og taldi dómari að á verkanarðstundu hafi brotavilji Hameds verið styrkur og einbeittur.

Taldi dómari því hæfilega refsingu vera fangelsi í fimm ár en frá því dregst samfellt gæsluvarðhald frá 22. maí. Taldi dómari að hæfilegar bætur til brotaþola væru 2 milljónir.

Myndbönd fóru í dreifingu af árásinni í maí og voru íbúar í Úlfarsárdal skelfingu losnir.

Sjá einnig: Hryllingurinn á Skyggnisbraut – Nýtt myndband sýnir árásarmanninn sveifla stóru eggvopni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir óvini Þórdísar Kolbrúnar haldna þrælslund

Segir óvini Þórdísar Kolbrúnar haldna þrælslund
Fréttir
Í gær

Vill skoðun á hlutleysi RÚV – „Það myndast svona skoðanaleg einsleitni“

Vill skoðun á hlutleysi RÚV – „Það myndast svona skoðanaleg einsleitni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Svefnleysi er dýrasti heilsuvandi fyrirtækja“

„Svefnleysi er dýrasti heilsuvandi fyrirtækja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bendir á dauðagildru í miðbænum – Nenni ekki að vera slysið sem veldur því að eitthvað verði gert“

Bendir á dauðagildru í miðbænum – Nenni ekki að vera slysið sem veldur því að eitthvað verði gert“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mörgum Sandgerðingum misboðið vegna sölu á gamla Kaupfélagshúsinu – Frænka formanns bæjarráðs keypti

Mörgum Sandgerðingum misboðið vegna sölu á gamla Kaupfélagshúsinu – Frænka formanns bæjarráðs keypti