fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Gabríel Douane ákærður ásamt hópi manna – Ruddust inn á heimili vopnaðir hnífum og hömrum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 25. nóvember 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamalt mál frá haustinu 2021 er nú á leið fyrir dóm en það varðar innrás sex manna á heimili í Holtagerði í Kópavogi og líkamsárásir þar gegn fjórum mönnum sem voru í íbúðinni.

Árásarmennirnir voru á aldrinum 16 til 19 ára og meðal þeirra elstu í hópnum var Gabríel Douane Boama, sem oft hefur verið fjallað um í fréttum DV. Hann vakti þjóðarathygli árið 2022 er hann strauk úr haldi lögreglu í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem mál hans var til meðferðar. Var hann handtekinn nokkrum dögum síðar. Gabríel á langan brotaferil að baki þrátt fyrir ungan aldur og var meðal annars viðriðinn blóðug átök í Borgarholtsskóla í janúar árið 2021. Gabríel afplánar núna refsingu fyrir ýmis brot og eru einhver þeirra framin innan fangelsismúranna. Hann hefur reynt að koma lífi sínu á rétta braut eins og hann greindi frá í viðtali við DV sumarið 2024:

Sjá einnig: Strokufanginn Gabríel kallar eftir meiri sanngirni fangavarða – „Ég er að reyna að komast út í lífið“

Mennirnir fjórir sem urðu fyrir innrásinni voru á svipuðum aldri og árásarmennirnir. Árásarmennirnir sex eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, húsbrot og eignaspjöll en innrásin átti sér stað aðfaranótt laugardagsins 18. september árið 2021. Brutu þeir gler í útidyrahurð og skemmdu innihurð.

Brotaþolarnir hlutu allir áverka í árásinni, þar á meðal hlaut einn skurðsár á höfði sem þurfti að sauma með sjö sporum. Hann er sá eini sem gerir skaðabótakröfu í málinu og krefst hann bóta að andvirði tæplega 2,2 milljóna króna.

Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur á fimmtudag, þann 27. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Fréttir
Í gær

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“