

Hún og kærastinn hennar ákváðu að prófa KFC á Íslandi og bera það saman við KFC í Ástralíu og í öðrum löndum sem þau hafa heimsótt.
„Ég held að þetta verði dýrt, því allt á Íslandi er dýrt,“ sagði hún.
Þau virtust panta sér sitthvora máltíðina og fannst henni það ansi dýrkeypt, en máltíðin var um 29 ástralskir dalir, eða 2450 krónur.
„Það er eins gott að þetta verði besta KFC í heimi,“ sagði Brooklyn.
Brooklyn var mjög hrifin af frönskunum og skammtastærðinni.
„Það er málið með íslenskan mat, hann er dýr en höfum ekki fengið slæma máltíð,“ sagði hún.
Henni fannst borgarinn mjög stór og bragðgóður. „Þetta er frekar gott, þetta smakkast ekki eins og venjulegt KFC. Brauðið er frekar skrýtið, eins og heilkornabrauð.“
@sooklynI am going to forever be shook by the prices