fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

Ástralskur áhrifavaldur smakkaði KFC á Íslandi – „Þetta er málið með íslenskan mat“

Fókus
Þriðjudaginn 25. nóvember 2025 09:26

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska samfélagsmiðlastjarnan Brooklyn var stödd á Íslandi fyrr í nóvember og var dugleg að birta myndbönd frá ferðalaginu á TikTok, þar sem hún er með yfir 266 þúsund fylgjendur.

Hún og kærastinn hennar ákváðu að prófa KFC á Íslandi og bera það saman við KFC í Ástralíu og í öðrum löndum sem þau hafa heimsótt.

„Ég held að þetta verði dýrt, því allt á Íslandi er dýrt,“ sagði hún.

Þau virtust panta sér sitthvora máltíðina og fannst henni það ansi dýrkeypt, en máltíðin var um 29 ástralskir dalir, eða 2450 krónur.

„Það er eins gott að þetta verði besta KFC í heimi,“ sagði Brooklyn.

Ánægð með máltíðina

Brooklyn var mjög hrifin af frönskunum og skammtastærðinni.

„Það er málið með íslenskan mat, hann er dýr en höfum ekki fengið slæma máltíð,“ sagði hún.

Henni fannst borgarinn mjög stór og bragðgóður. „Þetta er frekar gott, þetta smakkast ekki eins og venjulegt KFC. Brauðið er frekar skrýtið, eins og heilkornabrauð.“

@sooklynI am going to forever be shook by the prices

♬ original sound – Brooklyn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Í gær

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katy Perry og Justin Trudeau taka stórt skref saman

Katy Perry og Justin Trudeau taka stórt skref saman