fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

Fyrsta myndin af Diddy í fangelsi

Fókus
Þriðjudaginn 25. nóvember 2025 09:30

Diddy. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný mynd af tónlistarmanninum og útgefandanum Sean „Diddy“ Combs hefur vakið mikla athygli en um er að ræða fyrstu myndina af honum síðan hann fór í fangelsi.

Hann var dæmdur í rúmlega 4 ára fangelsi í október.

Sjá einnig: Dómur kveðinn upp yfir P. Diddy

Myndin var tekin innan veggja fangelsisins Fort Dix í New Jersey á sunnudaginn. Hann var klæddur í gráan jogging galla, hárið og skeggið bæði grátt líka. TMZ birti myndina og myndband.

Diddy varð 56 ára þann 4. nóvember síðastliðinn.

Hann var færður í umrætt fangelsi í lok október og fóru fljótlega sögusagnir af stað að hann hafi drukkið landa sem fangar höfðu bruggað í fangelsinu. Talsmaður tónlistarmannsins neitaði fyrir það.

„Hann hefur ekki brotið neinar reglur í fangelsinu,“ sagði hann við People.

„Edrúmennska hans og agi eru í forgangi og hann tekur því alvarlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Í gær

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katy Perry og Justin Trudeau taka stórt skref saman

Katy Perry og Justin Trudeau taka stórt skref saman