

Hann var dæmdur í rúmlega 4 ára fangelsi í október.
Sjá einnig: Dómur kveðinn upp yfir P. Diddy
Myndin var tekin innan veggja fangelsisins Fort Dix í New Jersey á sunnudaginn. Hann var klæddur í gráan jogging galla, hárið og skeggið bæði grátt líka. TMZ birti myndina og myndband.
Diddy Works, Chats with Inmates in First Videos From Fort Dix https://t.co/QmhuW5mFA3 pic.twitter.com/i8XK5773w8
— TMZ (@TMZ) November 23, 2025
Diddy varð 56 ára þann 4. nóvember síðastliðinn.
Hann var færður í umrætt fangelsi í lok október og fóru fljótlega sögusagnir af stað að hann hafi drukkið landa sem fangar höfðu bruggað í fangelsinu. Talsmaður tónlistarmannsins neitaði fyrir það.
„Hann hefur ekki brotið neinar reglur í fangelsinu,“ sagði hann við People.
„Edrúmennska hans og agi eru í forgangi og hann tekur því alvarlega.“