
Dominik Radic hefur söðlað um innan Lengjudeildarinnar, en hann er genginn í raðir HK frá Njarðvík. Hann skrifar undir þriggja ára samning.
Radic er öflugur framherji sem hefur verið iðinn við markaskorun með Njarðvík í Lengjudeildinni undanfarin ár.
Hann er annar leikmaðurinn á stuttum tíma sem fer frá Njarðvík til HK, en það gerði Svavar Örn Þórðarson á dögunum.
Tilkynning HK
VELKOMINN DOMINIK!
Framherjinn Dominik Radic (1996) hefur gengið til liðs við HK og skrifar undir þriggja ára samning.
Dominik kemur til HK frá Njarðvík þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö ár. Með Njarðvík skoraði hann 26 mörk í 48 leikjum.
Við bjóðum Dominik hjartanlega velkominn í Kórinn og hlökkum til að sjá hann á vellinum!