fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Þrjú ákærð í stóru fíkniefnamáli – Keyptu BMW til að smygla kókaíni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 25. nóvember 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður um þrítugt, Eivydas Laskauskas, 25 ára kona, Kamile Radzeviciute, og karlmaður á sextugsaldri, Egidijus Dambraukskas, hafa verið ákærð fyrir stórfellt fíkniefnabraot, fyrir að hafa staðið saman að innflutningi á rúmlega 5,6 kg af kókaíni.

Efnin voru falin í bíl af gerðinni BMW, sem var fluttur hingað til lands. Þau Kamile og Egidijus keyptu bílinn í gegnum fyrirtæki Kamile, Heklarar ehf, fluttu hann út til Litháens, þaðan sem þetta fólk virðist vera, og fluttu hann síðan aftur til landsins.

Í ákæru er greint frá því að bíllinn hafi komið til Þorlákshafnar 16. júní síðasta sumar með flutningaskipi frá Danmörku. 3. júli sótti Egidijus bílinn til Tollstjóra í Kópavogi og ók honum að bílastæði við Nettó í Breiðholti. Þar stóð bíllinn í tvo daga en hann færði hann síðan yfir á bílastæði við Mini Market við Drafnarfell í Breiðholti. Þann 7. júlí keyrði Egidijus bílinn að bílaverkstæði við Gljáhellu í Hafnarfirði og þar hitti hann, síðar þennan dag, Eivydas og Kamile við bílinn. Daginn eftir voru þau öll saman komin við bílaverkstæðið þegar bílnum var ekið inn og upp á bílalyftu. Þar voru þau þrjú handtekin en lögreglan fann fíkniefnin í drifskafti og grindarbitum bílsins.

Auk þess að krefjast refsingar yfir þremenningunum krefst héraðssaksóknari uppgöku á BMW bílnum, sex farsímum í eigu fólksins og 5,6 kg af kókaíni.

Aðalmeðferð verður í málinu við Héraðsdóm Reykjaness þann 1. desember næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Svefnleysi er dýrasti heilsuvandi fyrirtækja“

„Svefnleysi er dýrasti heilsuvandi fyrirtækja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„15 árum eftir áætluð verklok er enn rifist um staðsetningu Sundabrautar“

„15 árum eftir áætluð verklok er enn rifist um staðsetningu Sundabrautar“