fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Myndband: Ungir sjálfstæðismenn söguðu í sundur bíl

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. nóvember 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungir sjálfstæðismenn gáfu í morgun út myndband á samfélagsmiðlum þar sem þeir söguðu í sundur bíl. Tilgangur verknaðarins var að sýna fram á þær skattahækkanir sem „venjulegt fólk“ mun lenda í þegar fyrirhugaðar hækkanir á vörugjöldum á bíla taka gildi um áramótin.

Formaður SUS, Júlíus Viggó Ólafsson, útskýrir fyrir áhorfendum hvernig ríkisstjórnin hyggst hækka þennan skatt, þvert á loforð ríkisstjórnarflokkanna fyrir kosningar. Þar eftir er „Volvo station“, venjulegur bíll, sagaður í sundur til að sýna hversu hátt hlutfall af kaupverði bílsins fer beint til ríkisins eftir að hækkanirnar taka gildi á næsta ári. Í þessu tilfelli mun rúmlega 40% af kaupverði bílsins fara til ríkisins eftir hækkunina.

Ungir sjálfstæðismenn benda á það að hér er vissulega verið að hækka skatta á venjulegt fólk, þar sem flest allir Íslendingar þurfa að keyra bíl, hvort sem þeim eða öðrum líki það betur eða verr.

SUS vörugjöld
play-sharp-fill

SUS vörugjöld

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á dauðagildru í miðbænum – Nenni ekki að vera slysið sem veldur því að eitthvað verði gert“

Bendir á dauðagildru í miðbænum – Nenni ekki að vera slysið sem veldur því að eitthvað verði gert“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörgum Sandgerðingum misboðið vegna sölu á gamla Kaupfélagshúsinu – Frænka formanns bæjarráðs keypti

Mörgum Sandgerðingum misboðið vegna sölu á gamla Kaupfélagshúsinu – Frænka formanns bæjarráðs keypti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Hide picture