fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Pressan
Mánudaginn 24. nóvember 2025 11:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2018 var táningurinn Morgan Geyser dæmd til 40 ára vistar á geðsjúkrahúsi eftir að hún og vinkona hennar réðust á bekkjasystur þeirra og stungu hana 19 sinnum með hníf. Árásin var til heiðurs goðsagnapersónunni Slender Man sem nýtur vinsælda meðal aðdáenda hryllings og birtist fyrst á vefsíðunni Creepypasta.

Árásin átti sér stað árið 2014 þegar stúlkurnar voru aðeins 12 ára gamlar. Eftir árásina var fórnarlambið skilið eftir í blóði sínu en henni tókst þó við vondan leik að skríða eftir aðstoð. Læknum tókst svo með naumindum að bjarga lífi hennar.

Sjá einnig: Internetgoðsögnin varð til þess að tvær tólf ára stúlkur frömdu hroðalegan glæp

Geyser var í framhaldinu greind með geðklofa, en læknar segja skilin á milli ímyndunar og veruleika vera óljós í hennar huga. Hún trúði virkilega á Slender Man og vildi gerast handbendi hans. Eftir að dómur féll í málinu var Geyser vistuð á geðsjúkrahúsi en í mars á þessu ári taldi dómari óhætt að senda hana á áfangaheimili eftir að þrír geðlæknar gáfu skýrslu um að hún hefði náð nægum bata. Geyer þyrfti samt að ganga um með ökklaband.

Á laugardaginn skar hún ökklabandið af sér og strauk af áfangaheimilinu. Hún fór í framhaldinu huldu höfði. Lögmaður hennar biðlaði til hennar í gegnum fjölmiðla að gefa sig fram. Lögregla fór að heimili fórnarlambsins til að tryggja öryggi hennar.

Lögreglan hafði hendur í hári Geyser á sunnudaginn, en hún var þá í fylgd með kunningja á fimmtugsaldri sem hefur nú verið ákærður fyrir sinn hlut í flóttanum.

Ákæruvaldið var andsnúið því í mars að Geyser fengi að fara á áfangaheimili og taldi að hún væri enn óstöðug. Meðal annars hefði hún átt í ofbeldisfullum bréfasamskiptum við karlmann og lesið ofbeldisfullar bókmenntir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku