fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fókus

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“

Fókus
Mánudaginn 24. nóvember 2025 16:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar Ariana Grande og Cynthia Erivosem fara með aðalhlutverkin í söngleikjamyndunum Wicked. Er það einkum útlit þeirra og framkoma á kynningarviðburðum sem hefur valdið þessum vangaveltum.

Fyrst ber að nefna holdafar þeirra, en þær þykja báðar vera orðnar alltof grannar – einkum Ariana Grande. Eins hefur Erivo komið fram við Grande eins og hún sé viðkvæmt lítið blóð og sendir hverjum sem reynir að snerta mótleikkonuna illt augnaráð.

„Þær haga sér eins og Ariana Grande sé með banvænan sjúkdóm og að Cynthia Erivo sé sú eina sem veit það,“ skrifa nokkrir á Reddit.

„Ég held að þær séu báðar með mögulega banvæna sjúkdóminn anorexiu og þær eru bullandi meðvirkar hvor með annarri. Þetta er meðvirknissamband sem byggir á því að verða eins grannar og mögulegt er skrifar annar.

Sumir velta því fyrir sér hvort eitthvað alvarlegt hafi verið í gangi á tökustað myndarinnar, mögulega eitruð megrunarmenning eða annað slíkt, enda sé leikkonan Michelle Yeoh, sem fer einnig með hlutverk í myndunum, líka orðin áberandi grennri.

„Ozempic er rosalegt fíkniefni.“

Grande og Erivo hafa ítrekað brostið í grát í kynningarviðtölum fyrir seinni Wicked-myndina.

„Þetta stöðuga hungur er að valda gífurlegum skapsveiflum sem eru að skila sér í furðulegri hegðun,“ skrifar einn.

Aðrir hafa þó bent á að leikkonurnar séu mjög góðar vinkonur. Þær séu að styðja hvor aðra og sýna samstöðu, enda eigi Hollywood það til að stilla konum á móti hverri annarri. Ariana Grande hafi lent í því nýlega að aðdáandi stökk yfir öryggishlið og reyndi að taka utan um hana og því sé ekki undarlegt að Erivo sé að passa vel upp á vinkonu sína.

Ariana Grandi sagði sjálf í viðtali nýlega að hún leitar öryggis og huggunar í líkamlegri nánd og þess vegna séu hún og Erivo oft að leiðast og snerta hvor aðra á kynningarviðburðum og í viðtölum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“
Fókus
Í gær

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota