fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Ferð til Íslands breyttist í martröð – Lést í brúðkaupsferðinni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. nóvember 2025 09:36

Stewart var fimmtugur þegar hann lést. Mynd/GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinir og aðstandendur Bretans Stewart Gordon hafa hrint af stað söfnun til að létta undir með eiginkonu hans, Aby, eftir að Stewart varð bráðkvaddur í brúðkaupsferð þeirra hjóna hér á landi í október síðastliðnum.

Manchester Evening News fjallar um málið á vef sínum.

Þar kemur fram að Stewart hafi ýmist verið kallaður „ljúfi risinn“ eða „Víkingurinn“ og verið vel þekktur hjá þeim sem sækja næturlífið í borginni Sheffield. Þar starfaði hann sem dyravörður á skemmtistaðnum The Leadmill Club.

Stewart og Aby gengu í það heilaga fyrir skemmstu en á öðrum degi brúðkaupsferðarinnar þann 28. október varð Stewart bráðkvaddur, fimmtugur að aldri, meðan þau voru hér á landi.

Söfnunin fer fram á vefnum GoFundMe og hafa yfir 160 manns látið yfir 4.000 pund af hendi rakna til að standa straum af útfararkostnaði.

Í frétt Manchester Evening News kemur fram að margir hafi minnst Stewart á samfélagsmiðlum með hlýjum orðum. Kemur fram að hann hafi verið með hjarta úr gulli, mikill húmoristi og mjög vel liðinn meðal allra sem hann þekktu.

„Þessi söfnun var sett af stað til að styðja fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum, létta fjárhagsbyrðina og gera honum kleift að fá þá virðulegu kveðjustund sem hann á skilið,” segir meðal annars á vefnum GoFundMe.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bendir á dauðagildru í miðbænum – Nenni ekki að vera slysið sem veldur því að eitthvað verði gert“

Bendir á dauðagildru í miðbænum – Nenni ekki að vera slysið sem veldur því að eitthvað verði gert“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörgum Sandgerðingum misboðið vegna sölu á gamla Kaupfélagshúsinu – Frænka formanns bæjarráðs keypti

Mörgum Sandgerðingum misboðið vegna sölu á gamla Kaupfélagshúsinu – Frænka formanns bæjarráðs keypti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breskur stjórnmálaleiðtogi dæmdur fyrir að þiggja mútur – Talaði máli rússneskra yfirvalda

Breskur stjórnmálaleiðtogi dæmdur fyrir að þiggja mútur – Talaði máli rússneskra yfirvalda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur gagnrýnir vörugjaldahækkanir á bílum – Kia Sportage hækkar um næstum 1,5 milljónir

Vilhjálmur gagnrýnir vörugjaldahækkanir á bílum – Kia Sportage hækkar um næstum 1,5 milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár