

Aðferðin byggir á því að dreifa undirbúningnum fyrir svefn yfir daginn í stað þess að reyna að slaka á rétt áður en farið er upp í rúm – eða jafnvel eftir að farið er upp í rúm.
Hugmyndin kemur frá Dr. Nicole Moshfegh, klínískum sálfræðingi og svefnsérfræðingi, en hún er höfundur bókarinnar The Book of Sleep.
Nicole segir að talan 10 feli í sér að hætta neyslu á koffíni tíu tímum fyrir svefn. Þeir sem leggja það í vana sinn að fá sér kaffibolla eftir hádegismat og fara jafnan í háttinn klukkan 10:30 ættu alls ekki að fá sér kaffi, eða koffíndrykk, eftir klukkan 12:30.
Talan 3 á að minna á að klára borðhald þremur tímum áður en farið er að sofa. Borðhald seint á kvöldin getur valdið meltingaróþægindum og dregið úr ró.
Talan 2 vísar til þess að hætta öllum vinnutengdum verkefnum tveimur tímum fyrir svefn, þar sem hugurinn þarf tíma til að fara úr því sem kallað er virkt ástand yfir í hvíld.
Skjánotkun er síðasta stóra atriðið og táknar tölustafinn 1. Samkvæmt rútínunni ætti að leggja síma og tölvur frá sér að minnsta kosti klukkustund fyrir svefn, enda getur bjart ljós og efni á skjánum truflað melatónínframleiðslu líkamans og seinkað svefni.
Að lokum stendur 0 fyrir þá hugmynd að ef öllu þessu er fylgt þá þarftu aldrei aftur að ýta á „snooze“ hnappinn um morguninn eins og mörgum þykir freistandi að gera.
Í frétt Bustle segir Nicole að auðvitað sé engin þörf á stífri nákvæmni hvað þetta varðar. Þessu séu í raun aðeins leiðbeiningar sem geti gagnast þeim sem eiga erfitt með að sofna, hafa óreglulegar svefnvenjur eða upplifa einhvers konar örvun eða orkuskot á kvöldin. Ef þú þarft að kíkja á tölvupóst rétt fyrir svefninn eða færð þér kaffisopa 8-9 tímum fyrir svefn sé það í góðu lagi.
„Svefnrútína virka best þegar hún er aðlöguð eftir aðstæðum, ekki þvinguð,“ segir hún. „Markmiðið er að skapa góðar venjur en ekki að bæta einhverju álagi ofan á,“ segir hún.