

Þrettán ára stúlka er efst á lista grunaðra vegna morðs í Swindon í Englandi. Stúlkan var handtekin og yfirheyrð eftir að lík Söruh Forrester, sem var á fimmtugsaldri, var uppgötvað á heimili hinnar síðarnefndu.
Stúlkunni var sleppt að lokinni yfirheyrslu gegn tryggingu en hún sást öskra ókvæðisorðum að fórnarlambinu nokkrum dögum fyrr.
Forrester starfaði við geðheilbrigðisgeiranum, meðal annars fyrir ungmenni sem glímdu við fjölþættan vanda.