fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 22. nóvember 2025 15:00

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir. Mynd: Skjáskot YouTube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir lögfræðingur og fyrrum þingmaður Pírata ræðir í helgi-spjalli við Björn Þorláksson lífsferil sinn, stjórnmálin og málefnin sem hún brennur fyrir.

Arndís Anna segist haldin mikilli réttlætiskennd og hún þoli ekki óréttlæti, hún segir að trú hennar og trúrækni sem barn sé hluti af þeim karakter hennar að gera allt rétt, hún sé haldin fullkomnunaráráttu. Arndís Anna rifjar upp að þegar hún fermdist var hún berfætt sem öðrum þótti skrýtið. „Ég hef aldrei haft þörf fyrir að fela það sem ég er eða hef að segja.“ Segist hún ekki átakafælin eða vera hrædd við álit annarra.

Anna Arndís talar um barnæskuna og uppeldisárin, en hún gekk meðal annars í sex grunnskóla, eineltið sem hún var beitt í skóla og móðurhlutverkið. Hún gekk í Verzlunarskóla Íslands á stærðfræðibraut af því á unglingsárum ætlaði hún að verða rík, en segir að í dag sé það vandamál hvað hún hafi lítinn áhuga á peningum. Eftir að hafa verið skiptinemi á Ítalíu í eitt ár breyttist hugarfar hennar og hún skipti yfir á alþjóðabraut í Verzló.

Áhugi á stjórnmálum byrjaði í stúdentapólitíkinni í Háskóla Íslands og fór Arndís Anna í Samfylkinguna, sem hún gekk úr árið 2011. Hún skráði sig í Pírata til að geta kosið bróður sig, Helga Hrafn Gunnarsson, fyrrum þingmann áfram. Arndís Anna flutti síðan til Frakklands og hugurinn stefndi síðan til Genf, en eftir að hún flutti aftur heim vissi hún í raun ekki hvað hún ætti að taka sér fyrir hendur og hugsaði að kannski ætti hún bara að stefna á þing og gera þannig eitthvað gagn. Vel gekk í fyrsta prófkjörinu hjá Pírötum og Arndís Anna náði inn á þing. Hún mælir með þingstarfinu sem hún segir skemmtilegt starf og gefandi.

Aðspurð um af hverju Píratar nánast liðuðust í sundur í síðustu þingkosningum segist Arndís Anna hafa mjög sterka skoðun á því.

„Ég er á því að Píratar hafi svolítið gleymt því af hverju þeir voru stofnaðir. Fyrir mér snúast Píratar um grundvallarréttindi, þeir eru stofnaðir af fólki sem hafði áhyggjur af því að pólitíkin væri ekki að fylgja tækniþróuninni í ljósi réttinda fólks. Það eru tölvunördar sem hafa áhyggjur af því að það eigi að hefta upplýsingafrelsi, hefta tjáningarfrelsi og annað til þess til dæmis til að vernda höfundarétt. Oft misskilið þannig að Píratar vilji bara ókeypsi bíómyndir. Alls ekki, heldur viljum við tryggja að tjáningarfrelsi okkar sé ekki skert svo það sé hægt að greiða fyrir bíómyndir. Þetta eru bara mannréttindi, grundvallarréttindi, þetta er réttarríkið sem nbyggir á skýrri löggjöf sem er fyrirsjáanleg og allir eru jafnir. Það gerist alltaf með stjórnmálahreyfingar að þær vilja stækka, þær vilja fá fleiri atkvæði, komast í ríkisstjórn. Ég held að mistök Pírata séu að við ættum ekki að reyna að komast í ríkisstjórn. Píratar þurfa ekki að vera í ríkisstjórn til að ná þeim markmiðum sem við erum að ná. Ég held að Píratar hafi haft mest áhrif þegar þeir voru þrír á þingi og ekki í ríkisstjórn af því þá hlustar fólk.“

Arndís Anna ræðir einnig hvort hún sjái fyrir sér að fara aftur á þing, lögmennskuna og störfin sem hún getur ekki sinnt sem þingmaður. Segist hún geta gert heilmargt gagn í lögmennskunni.

Segist skilja af hverju atvikið varð að frétt 

Í lokin er Arndís Anna spurð hvort hún vilji ræða atvikið þegar hún var handtekin í lok nóvember 2023 á skemmtistaðnum Kiki, eftir að hafa verið þar ofurölvi og dáið áfengisdauða á salerni staðarins að sögn. Segist hún meira en til í að ræða atvikið.

Sjá einnig: Þingmaður Pírata handtekinn – „Þetta var óþarflega niðurlægjandi“

„Það er það eina sem mér finnst leiðinlegt við þetta, þetta er nefnilega rangt. Þetta er pikkað upp úr dagbók lögreglu og er eitthvað allt annað mál, segjast hafa heimildir frá lögreglu það var bara einhver vitleysa. Ég var dónaleg, ég var með kjaft. Og þetta var svona ákveðinn ágreiningur. Ég sofnaði ekkert, ég var bara eldhress, fullhress. Ég var mjög spræk og það var þess vegna sem þetta fór svona. Ég var ósátt, það var opnað salernið á mig, öryggisverðir gerðu það og ég var mjög ósátt við það. Þetta er eitthvað sem ég forðast aðallega að ræða í dag af því auðvitað tók þetta líka rosalega mikið á þau. Öryggisvörðurinn varð fyrir miklu aðkasti. En við eigum í mjög góðu sambandi í dag, ég og þessi skemmtistaður, og ég og þessi dyravörður. Sú exi var grafin mjög fljótt. Ég mæti þarna í karaókí hvern einasta fimmtudag og fyrsta mætingin eftir þetta þá söng ég Sorry með Justin Bieber.“

Aðspurð um af hverju hún hafi verið svona lengi inni á klósettinu svarar Arndís Anna:

„Ég man það ekki, ég var bara eitthvað að skrolla Instagram. Það sem ég vissi ekki er að það eru tvö salerni þarna og annað þeirra var bilað, ég áttaði mig ekkert á því.“

Segir Arndís Anna að henni hafi fundist hún beitt valdníðslu, sem hún segist mjög viðkvæm fyrir. „Ég snýst á móti, ég vissi líka að ef ég yrði borin út með valdi, af því ég er þingmaður, vissi ég að það hefði miklu meiri afleiðingar fyrir mig en einhvern annan. En svo áttaði ég mig á því að það að streitast á móti valdbeitingu er ekkert að fara að minnka valdbeitinguna. Þannig að þetta svona vindur upp á sig og verður að einhverju sem það þurfti aldrei að vera, það var svoleiðis.“

Segir Arndís Anna að það hafi verið ósanngjarnt að hún var ein með stóra rödd í málinu, en ekki dyraverðirnir sem höfðu allt aðra skoðun á atvikinu en hún.  „Það fer manni ekkert að vera í valdastöðu og vera að væla.

Segist hún ekki sammála því að trúverðugleiki hennar hafi skaðast vegna málsins.

„Löggan bar mig út og keyrði mig heim, grátandi.“

Sagðist hún hafa vitað strax að atvikið yrði opinbert og hringdi í þingflokkinn sinn og lét hann vita og beið svo. Segist hún seinna hafa frétt hver hringdi í fjölmiðla og lét þá vita, en vill ekki nafngreina þann einstakling, en viðkomandi sé á öndverðum meiði en hún í stjórnmálum.

„Ég held það hafi verið Vísir sem hringdi í mig fyrst eða hvort það var Morgunblaðið. Nútíminn fer náttúrlega bara með einhverja óvandaða blaðamennsku að þykjast vera með einhverjar heimildir sem þau voru ekki, óvönduð blaðamennska. Það voru allir fjölmiðlar til í þetta. Mér fannst þetta ekkert mál, þetta fékk rosalega mikið á bróður minn, þetta fékk meira á fólkið mitt en mig. Ég kann alveg að skammast mín ef mér finnst ég eiga að skammast mín. Ég biðst afsökunar, þarna var ég dónaleg og átti ekkert að vera það. Ég sagði nú við einn blaðamann: „Áttarðu þig á að þú ert að hringja frá fjölmiðli sem vill láta taka sig alvarlega og þú ert að spyrja hvað ég var að gera inni á klósettinu? Mér fannst þetta aðallega kjánalegt, ég veit ekki hvað voru margar fréttir sem sýnir svolítið hvað fjölmiðlar og jafnvel þessir fjölmiðlar sem við tökum alvarlega og eiga að færa okkur áreiðanlegar fréttir eru líka svolítið útsettir fyrir smellum. Það er búið að búa til þetta umhverfi með því að skerða mjög fjárveitingar og tækifæri fjölmiðla til þess að lifa á fréttafutningi einum saman.  Þannig að ég skil þetta. Ég skil alveg af hverju þetta fór svona. Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dómari úrskurðaður vanhæfur og dómur í ofbeldismáli ómerktur

Dómari úrskurðaður vanhæfur og dómur í ofbeldismáli ómerktur
Fréttir
Í gær

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svarið sem Margrét fékk situr enn í henni: „Ísland er ekki hluti af OKKAR Evrópu”

Svarið sem Margrét fékk situr enn í henni: „Ísland er ekki hluti af OKKAR Evrópu”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum